Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 26

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 26
Og hamingjan er þeim hliðholl. Á meðan skipið liggur þannig bjargarlaust fyrir vindi og sjó, skell- ur enginn brotsjór á því. Þeim verður það til lífs, að við áfallið brotnuðu og fóru fyrir borð allar grútar- tunnur skipsins, og lýsið hefir dregið úr afli sjávar- ins. Eft.ir þriggja stunda þrotlausa kappvinnu hefir tekizt að rétta skipið við. En alla nóttina æðir vindur- inn áfram, og hríðin er koldimm. Hamfarir stormsins eru ofsalegar, enn þá vofir tortímingin yfir í hverri báru. Umhverfið allt er aftur eitt hvítfyssandi löður, þar sem öldutopparnir rísa upp eins og ógnandi fer- líki. Ömurleiki slíkrar nætur á sér engin orð, aðeins djúp spor í vitundinni, spor, sem endast heila manns- æfi. Loksins í grárri skímu næsta dags lægir veðrið, hríðinni slotar og öldurnar hætta að brotna. Ógnir næturinnar eru liðnar hjá. Vissan um að hafa lifað af, og geta komist heill á húfi til heimkynna sinna, hressir og svalar eins og tær lind í endalausri eyði- mörk. Menn sættast aftur við náttúruna, við storm- inn og stórviðrið. Hættur gærdagsins eru í dag aðeins yfirunnir erfiðleikar. Halldór Jónsson. Þegar stéttamunurinn er horfinn, og framleiðslan komin í hendur samfélags allra einstaklinga, hættir opinbera valdið að vera pólitískt. Pólitískt vald er í rauninni aðeins kúgunarvald ■einnar stéttar gegn annari. Þegar öreigalýðurinn sameinast í eina stétt i baráttunni gegn auðvaldinu, brýzt til valda í bylt- ingunni og steypir gamla framleiðsluskipulaginu, afnemur hann um leið undirrót stéttamunarins, stéttirnar yfirleitt og þá auð- vitað vald sitt sem stéttarvald. í stað gamla, borgaralega þjóðfélagsins með stéttum og stétta- mun, kemur samfélag, þar sem frjáls þróun einstaklingsins er skilyrðið fyrir frjálsri þróun heildarinnar. ( Kommúnistaávarpið). 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.