Réttur


Réttur - 01.03.1938, Page 15

Réttur - 01.03.1938, Page 15
« an. En ekkert af þessu virtist eiga við hann. Ekkert líkamlegt virtist geta gefið skýringu á þessari drunga- legu, ógeðfelldu þögn, þessari fullkomnu sjálfs- gleymsku, sem útilokar allt. Klukkustund leið eftir klukkustund í rigningu og myrkri. Einu sinni fórum við fram hjá gufumökkum upp af námum. I rigningunni leit út eins og yfirborðið stæði í báli, og.hinir bláu og rauðu blettir, sem blöktu líkt og hrævareldar á svartri hæðinni, virtust vekja at- hygli félaga míns. Hann sneri höfðinu, til þess að horfa á þetta, en hann sagði ekki neitt og eg þagði líka. Aftur þögn og rigning. Við og við námukrá með kaldri, ömurlegri svækju af gufu, reyk og olíulömp- um í niðurbrotnum skýlum, þar sem námumennirnir hafast við. Síðan svartur vegurinn á ný, og fjöllin eins og svart, myndlaust hrúgald. Um áttaleytið komum við til Weston. Eg var þreytt- ur, kaldur og svangur. Eg stöðvaði bílinn fyrir utan v.eitingahús og sner.i mér að manninum. „Þetta mun vera staðurinn", sagði hann. ,,Já“, svaraði eg. Eg hafði ekki búizt við því að hann vissi, að við værum komnir. Síðan gerði eg sein- ustu tilraunina: „Viltu drekka með mér bolla af kaffi?“ „Já“, svaraði hann, „þakka þér fyrir, vinur“. Út úr þessu „þakka þér“ gat eg lesið ýmislegt. Af því hvernig það var sagt, skildi eg að hann langaði í kaffi, en gæti ekki borgað það, að hann hefði tekið boði mínu sem gestrisni og var þakklátur. Mér þótti vænt um að hafa boðið honum þetta. Við fórum inn. í fyrsta sinn síðan eg rakst á hann í göngunum virtist hann verða mannlegur. Hann tal- aði ekki, en hann hvarf heldur ekki inn í sjálfan sig. Hann settist aðeins niður v.ið borðið og beið eftir kaff- inu sínu. Þegar það kom, drakk hann það með hægð 15

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.