Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 14

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 14
bærilegir. Eg hafði aldrei séð neina mannlega veru jafn ósveigjanlega. líann sat teinréttur í bílrcum, starandi augum á veginn framundan, skynjandi ekki neitt. Hann vissi ekki, að eg var í bílnum, hann vissi ekki, að hann væri þar sjálfur, hann fann ekki til rigningarinnar, sem streymdi ,inn um rifu á hliðar- tjöldunum. Hann sat þarna eins og hann væri höggv- inn í klett; aðeins andardráttur hans sannfærði mig um, að hann væri lifandi. Hann hafði þungan andar- drátt. Á þessu langa ferðalagi skipti hann aðeins einu sinni um stellingar. Það var þegar hann varð gripinn af hóstakasti. Það var slæmur, slitróttur hósti, sem hristi stóran líkamann. Hann beygði sig fram eins og barn með kíghósta. Hann var að reyna að hósta ein- hverju upp — eg heyrði slímið fyrir brjóstinu — en honum tókst það ekki. Niðri í honum heyrðist ljótt rasphljóð, eins og farið væri köldum málmi eftir rif- beinum hans, og hann spýtti hvað .eftir annað og hristi höfuðið. Það tók hér um bil þrjár mínútur þangað til hósta- kastið var liðið hjá. Þá sneri hann sér að mér og sagði: „Afsakaðu, vinur“. Það var allt og sumt. Hann varð aftur þögull. Mér leið afar illa. Það kom fyrir, að mig langaði til að stöðva bílinn og segja honum að fara út. Eg upphugsaði margvíslegar afsakanir, til að losna við hann. En eg gat ekki gert það. Mig langaði óstjórn- lega mikið til að komast að því, hvað amaði að mann- inum. Eg vonaði, að áður en við skildum, kannske um leið og hann færi út úr bílnum, myndi hann segja mér hvað það væri, eða segja eitthvað, s,em gæti gefið mér vísbendingu í þá átt. Eg hugsaði um hóstann og velti því fyrir mér, hvort það gætu verið berklar. Mér komu til hugar svefn- sýkisköst, sem eg hafði séð, og hnefaleikari, sem hafði verið sleginn í rot og var eins og drukkinn síð- 14

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.