Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 18

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 18
Jeg vildi ekki vera byrði á þjer heima. So þessvegna. fór jeg. J.eg held að þegar þú heirir ekki meira frá mjer þá ættir þú að fara til ömmu þinnar upp til fjallanna við Kilney Run. Þú gjetur búið þar og hún sjer um þig og littla snáðan. Jeg vona að þú havir það gott, og haltu littla stráknum burt frá námonum. láttu ann ekki vinna þar. Hugsaðu ekki illa um mig firir að fara burt og vertu ekki leið. En þegar strákurinn er orðinn stór þá seigðu honum kvað fjelajið hefur gjert mjer. Jeg hugsa að eftir soldinn tíma ættirðu að reina. að fá þjer annan mann. Þú ert úng kona enþá. Þinn elskandi eiginmaður Jack Pitckett. Þegar eg rétti honum afritið af bréfinu hans, las: hann það yfir. Það tók hann langan tíma. Loksins. braut hann það saman og nældi það í nærskyrtuna sína. Stóra klumpslega andlitið hans var góðlegt og' blítt. ,,Þakka þér fyrir, vinur“, sagði hann. Síðan mjög lágt, og með lítið eitt drúpandi höfði: „Mér þykir leitt að þetta skuli hafa komið fyrir mig. Konan mín var góð kona“. Hann þagnaði. Og síðan, eins og hann væri að tala við sjálfan sig, sagði hann svo lágt, að jeg heyrði það tæplega: „Mér þykir það mjög leitt'L Um leið og hann sagði þetta, leit eg framan í hann. Lífið fjaraði hægt út úr augum hans. Það virtist drag- ast langt inn í augnatætturnar eins og loginn af kerti, sem hverfur inn í náttmyrkrið. Yfir ljósopin lagðist þessi undarlegi ísgljái. Eg hafði aftur misst af hon- um. Hann sat sokkinn djúpt niður í sjálfan sig í dimmri, hryggðarfullri sjálfsgleymsku. Það var allt og sumt. Við sátum saman. Eg fann þögula kennd bærast með mér — meðaumkun og ást 18

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.