Réttur


Réttur - 01.03.1938, Page 10

Réttur - 01.03.1938, Page 10
skelkaðan. Það var eins og í sögunni eftir Bierce, þar -sem draugurinn birtist allt í einu á dimmum þjóð- veginum. Flautan á bílnum mínum var góð, bæði há og hvell, og eg vissi, að göngin myndu tvöfalda hljóðið. Eg sló hendinni á þenna litla svarta hnapp og þrýsti ejns fast og eg gat. Maðurinn hlyti annaðhvort að hrökkva við, eða þá sanna, að hann væri draugur. Nú, draugur var hann ekki — en hann hrökk ekki heldur við. En það var samt ekki vegna þess að hann væri heyrnarlaus. Hann heyrði vel til flautunnar. Hann var eins og maður, sem sefur þungum svefni. Flautan virtist vekja hann smátt og smátt. Það var eins og öll vitund hans blundaði djúpt innra með hon- um. Hann leit hægt við og horfði á mig. Þetta var stór maður, á að gizka þrjátíu og fimm ára, stór- skorinn í andliti. Það var ósköp venjleugt andlit, nefið stórt og munnurinn, og þó sviplítið. Eg myndi hvorki kalla það góðlegt eða ruddalegt, gáfulegt eða heimskulegt. Það var aðeins andlit á stórum manni, blautt af regninu, og horfði á mig með einkennileg- um gljáa í augnaráðinu. Allt í þessu andliti, nema augun, minnti á þau andlit, sem maður sér á leið til námanna kl. 6 á morgnana, eða koma út úr verk- smiðjum, þar sem unnið er að þungaiðnaði. Það var hvorki sljótt augnaráð drukkins manns, né heldur tryllingslegt og villt, eins og augnaráð konu, er eg sá eitt sinn í bræðiskasti. Mér datt í hug maður, sem eg þekkti einu sinni, og dó úr krabbameini. Yfir augum hans hvíldi seinustu dagana samskonar ísgljái. Hann horfði í leiðslu langt út í fjarskann, og það var eins og honum birtust leyndir, liðnir atburðir, sem héldu huga hans föstum. Það var þessi sami svipur, er eg sá á manninum á veginum. Þegar hann loksins heyrði til flautunnaþ, gekk hann mjög ákveðið fram fyrir bílinn og kom að hurð- inni, sem vissi út að veginum. Eg bjóst við, að hann 10

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.