Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 6

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 6
Það er því ljóst, að láti lýðræðisþjóðir Vesturlanda þá stefnu áfram haldast, sem auðvaldið, — og þá fyrst og fremst enska auðvaldið, — hefir ráðið, þá er lýðræði Vesturlanda að fremja sjálfsmorð. Það hlýtur því að vera skylda hvers, sem ann lýð- ræði og þjóðfrelsi, að berjast gegn þessum spillandi áhrifum auðvaldsins, — og þau koma ekki aðeins fram í því að hopa í sífellu á hæl og gefast upp fyfir fyrir fasismanum, heldur og í hinu að reyna um fram allt að sundra þeim öflum, sem eiga að standa sam- an gegn fasismanum. Og þar er fyrsta og aðalatriðið, að verkalýðurinn standi saman sem ein heild í barátt- unni. Þeir óhappamenn, sem enn v.inna að því í verk- lýðshreyfingunni að hindra samfylkingu kommúnista og sósíaldemókrata, vinna því beinlínis fyrir fasism- ann, hjálpa til þess — að sínu leyti á sama hátt og auðmannastéttin í stórpólitíkinni — að ryðja braut fyrir fasismann. Því að fasisminn getur eingöngu sigr- að sundraðan verkalýð og spillt og mergsogið lýð- ræði, — en sameinaðan verkalýð og heilbrigt, víg- reift lýðræði fær hann aldrei yfirbugað. Það munu vera margir íslendingar, sem bölsótast — og það réttilega — yfir því framferði stórveldanna vestrænu, sem ég hér hefi deilt á. En hvað gerum við Islendingar sjálfir til að vernda okkur fyrir fasism- anurri, sem ógnar jafnt þjóðfrelsi voru sem lýðfrelsi? Hér er þó sannarlega þjóð, sem — að 30—40 auð- mannafjölskyldum undanteknum — ætti að geta staðið saman sem ein heild um frelsi sitt gegn fasism- anum. Lýðræði á íslandi og sjálfstæði Islands eru órjúfanlega tengd. Fasisminn sigrar hér aðeins sem stefna landráðamanna, sem gerðir eru út af erlendu stórveldi. Hver einasti íslendingur, sem ann frelsi sínu og þjóðarinnar, inn á við og út á við, á hér sömu hags- muna að gæta. Verkamenn til lands og sjávar, bænd- ur og fiskimenn og millistéttir bæjanna eiga hér að 6

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.