Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 8

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 8
utan þings og innan. Og slíkt bandalag á síðan að hafa samvinnu við alla þá úr Sjálfstæðisflokknum, sem af heilum hug vilja vinna að velferð þjóðarinnar og verndun frelsis hennar, jafnframt því, sem slík þjóðfylking lætur hart mæta hörðu gagnvart spell- virkjum þjóðarbúskaparins og sýnir fjármálaspill- ingunni enga mildi. Allir þeir menn, sem á einn eða annan hátt reyna að hindra að það takist, vinna þar með beinlínis í þágu fasismans og auðvaldsins. Öllum lýðræðissinn- um verður að vera ljóst, eftir atburðina, sem nú hafa gerzt í veröldinni, að lýðræðinu stafar einungis hætta frá auðmannaklíkunni og erlendum bandamönnum hennar og af sundrungu eða linleskju sinna eigin fylgjenda, — en hvergi annarsstaðar frá. E. O. Maðurinn á veginum. Eftir Albert Mallz. Um klukkan 4 síðdegis ók eg yfir brúna í Gauley í Vestur-Virginía, og síðan eftir snarpri beygju á veg- inum inn í neðanjarðargöngin undir járnbrautar- brúnni. Eg hafði ekið þessa leið einu sinni áður, og fór því varlega. Þegar eg kom inn göngin hafði eg hægt á bílnum niður í 10 mílna hraða á klukkustund. En þrátt fyrir þessa gætni, hefi eg aldrei komist nær því að aka yfir mann, heldur en í þetta sinn. Það at- vikaðist þannig. Vegurinn var rennblautur eftir dags rigningu, og mjög háll. Það var dimmt í lofti, þoka og rigning, og þess vegna ómögulegt að aka nema hafa ljós á bíln- um. Um leið og eg ók ,inn í göngin, kom stór, gul- 8

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.