Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 19

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 19
til hans — biturt, magnað hatur til þess, sem hafði drepið hann. Nú stóð hann á fætur. Hann sagði ekkert. Eg ekki heldur. Eg sá þéttvaxið, breitt bak hans í blárri vinnu- skyrtunni, þar sem hann stóð í dyrunum. Síðan gekk hann út í myrkrið og regnið. Jón Sigurðsson. Af öllum lýðum, sem landiS byggja, þú leystir kúgarans bönd. Birtir í ljóma íslenzkum augum ónumin framtíSarlönd. Þú sóttir eldinn, sem ísland skorti, hiS andlega helga bál. Þú áttir kraftinn, og kynngiglæður þú kveiktir í þjóðarsál. Þú áttir vaxtarþrá vökumannsins að vinna hiS helga starf: að færa börnum framtíðarinnar frelsi og hróður í arf. LýSum Islands var hugsjón þín helguS, hjarta þitt vermdist af þrá. Þú háðir baráttu brautrySjandans og braut þín til sigurs lá. Þú sóttir djarfur að miklu marki — þín minnirig er stjarna vor, því aldrei fyrnist þitt fagra lífsstarf né fenna þín manndómsspor. Og nafn þitt lifir í landsins sögu — lifir se.m feðranna mál. Þú kveiktir eldinn, sem aldrei dvínar, í íslenzkri þjóðarsál. Helgi Sæmundsson. 19

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.