Réttur


Réttur - 01.03.1938, Page 19

Réttur - 01.03.1938, Page 19
til hans — biturt, magnað hatur til þess, sem hafði drepið hann. Nú stóð hann á fætur. Hann sagði ekkert. Eg ekki heldur. Eg sá þéttvaxið, breitt bak hans í blárri vinnu- skyrtunni, þar sem hann stóð í dyrunum. Síðan gekk hann út í myrkrið og regnið. Jón Sigurðsson. Af öllum lýðum, sem landiS byggja, þú leystir kúgarans bönd. Birtir í ljóma íslenzkum augum ónumin framtíSarlönd. Þú sóttir eldinn, sem ísland skorti, hiS andlega helga bál. Þú áttir kraftinn, og kynngiglæður þú kveiktir í þjóðarsál. Þú áttir vaxtarþrá vökumannsins að vinna hiS helga starf: að færa börnum framtíðarinnar frelsi og hróður í arf. LýSum Islands var hugsjón þín helguS, hjarta þitt vermdist af þrá. Þú háðir baráttu brautrySjandans og braut þín til sigurs lá. Þú sóttir djarfur að miklu marki — þín minnirig er stjarna vor, því aldrei fyrnist þitt fagra lífsstarf né fenna þín manndómsspor. Og nafn þitt lifir í landsins sögu — lifir se.m feðranna mál. Þú kveiktir eldinn, sem aldrei dvínar, í íslenzkri þjóðarsál. Helgi Sæmundsson. 19

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.