Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 20

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 20
Oveðursnélt. Sjómaður seglr frá. Máfurinn er fugl stormsins, sjófugl, sem á líf sitt og tilveru óaðskiljanlega tengt við hafið. Þegar hann flýgur hátt og gargar vesældarlega, þó það sé í bezta veðri, þá ,er von á stormi. Þannig finnur fuglinn áhrif vindanna löngu áður en maðurinn skynjar þá. Og haf- flöturinn byrjar að bylgjast, þungar og breiðar bylgj- ur rísa án þess að brotna. Það er undiraldan, alda djúphafsins, sem aldrei finnur ró. Skömmu seinna koma smá vindhviður, einstakar, og að því er virðist tilefnislausar. Máfurinn gargar ámátlega, og rennir sér skáhallt í loftinu. Það er ókyrrð veðráttunnar, sem ásækir hann. Smátt og smátt fjölgar vindhviðun- um og þær verða langvinnari, öldurnar stækka og smáfreyða, og loks fara þær að brotna með þungum drunum. Það er kominn stormur. Allt í kringum strendur landsins eru smá og stór skip, innlend og erlend, á siglingu eða við veiðar. Og langt úti í hafi, norður af Vestfjörðum, úti á Halamið- um, þar sem ekki sést lengur til lands, nema einstöku sinnum í sólbjörtu góðviðri, eru nokkrir togarar að fiska. Hol. eftir hol er dregið inn, fiskurinn er blóðg- aður, hausaður, flattur, þveginn og látinn niður í lest. Þannig hvað fram af öðru, tíma eftir tíma, dag eftir dag. Það smáhækkar í lestinni, fullu lifrartunnunum aftur á fjölgar, skipið þyngist, — það líður að heim- ferð. Það er hátíðin, sem allir hlakka til, og öll tíma- mörk veiðiferðarinnar eru miðuð við. Undanfarna daga hefir verið sæmilegt veður, allt af hægt að toga. Það .er nú fyrst í grárri og kaldri skímu þessa morguns, sem er áttundi dagurinn í túrn- um, að byrjað er að gjóla. Barómetrið hefir fallið ískyggilega mikið, en það skeður oft, og enginn veit- 20

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.