Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 3

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 3
ari stefnu. Þvert á móti hafa England og Frakkland látið undan síga við hvert eina^ta samningsrof og of- beldisverk fasismans, og þannig ýtt undir það, að hann færðist í aukana. Þegar Hitler setti á herskyldu í Þýzkalandi og hóf hið ægilega vígbúnaðarkapphlaup, sem þjóðirnar nú sligast undir, — þá létu England og Frakkland sér þetta lynda. Þegar Hitler braut samninga og hélt með her manns inn í Rínarhéruðin — þá þaut fyrst í tálknunum í ensku og frönsku stjórninni, en síðan limpuðust þær niður. Þegar Mussolini réðst inn í Abessiníu, voru refsi- aðgerðir að vísu settar á, en þeim ekki nógu harðlega framfylgt. Þegar Mussolini og Hitler hófu árásarstríð á Spán með aðstoð landráðamanna úr spánska hernum, — svikust Frakkland og England ekki aðeins um að koma Spáni til hjálpar, eins og Þjóðabandalagssátt- málinn fyrirskipaði, heldur bönnuðu bókstaflega að selja vopn til spönsku stjórnarinnar, — og reyndu þannig beinlínis að stuðla að sigri fasismans á Spáni. Þegar Japan hóf einhverja grimmúðugustu árás, sem veraldarsagan þekkir, — árásina á Kína — og Kínverjar biðja um hjálp, sem þeir áttu samnings- legan rétt til, — þá daufheyrast England og Frakk- land. — Og þegar Hitler setur skámmbyssuna fyrir brjóst Schussniggs í Berchtesgaden og neyðir hann til að veita nazistum úrslitavöldin í ráðuneyti sínu, þá þora England og Frakkland ekkert að aðhafast. Og þegar Iiitler nú kórónar glæpa- og samnings- rofa-feril sinn með því að leggja undir sjg Austur- ríki, þurrka burt sjálfstæði heillar þjóðar á einni nóttu, — þá skálar bara Chamberlain við Ribben- trop og segist halda áfram vinsamlegum samning- um við samningsrofann. En 1914 kvað við annan tón 3

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.