Réttur


Réttur - 01.03.1938, Page 23

Réttur - 01.03.1938, Page 23
liann sé nokkuð hægari, en fá það svar, að „heldur .geri hann að blása en hægja“. Bylgjurnar lyfta skip- inu stöðugt upp og steypa því niður. Aftur í hristist allt og nötrar, þegar skrúfan sleppir og hamast eins og hún ætli að þeyta sjálfri sér af. Sjórinn skvampar inn á síðurnar á víxl og hallar skipinu öðru hvoru ískyggilega mikið, en slíkt er daglegt brauð. Einhver, bætir í ofninn til þess að halda við hlýjunni. Allt í einu heyrist þungur dynkur. Það er stórsjór, sem hefir skollið á skipið og slær því á hliðina, og sjórinn leggst þeim megin svo mikill og þungur, að skipið réttir sig ekki við, heldur hallast og hallast, lengra og lengra sígur það, þungt og fast. Við skell- inn hafa allir vaknað og kastast til í kojunum. „Skip- ið hefir fengið áfall og nær sér ekki upp aftur“, segir einhver. Menn draga sig í flýti fram úr, til þess að vita hvað skeður. Páll fer upp í lúkarsgatið og gáir út. Það er hann, sem allt af er hortugur um sjó og vind. Honum blöskrar ekki, að sjá fossfreyðandi öld- urnar æða kr.ingum skipið. Hann hrópar niður til fé- laga sinna: „Nú er andskotinn að sækja okkur alla saman, drengir, út úr þessu förum við aldrei lifandi“. Hann er varla búinn að sleppa orðunum, þegar ann- ar stórsjór ríður yfir skipið, fyllir það aftur úr, hall- ar því svo, að brúarvængurinn fer á kaf í sjó og brú- in hálffyllist. Og í lúkarsgatinu, þar sem Páll stend- ur enn þá og rígheldur sér, verður hann holdvotur upp undir hendur af sjó, sem rennur niður í lúkarinn. Enginn gerir sér annað í hugarlund en að skipið sé að farast, það hefir aldrei tekið svo mikinn sjó á sig áður, og enginn trúir á björgun. í' einni svipan renn- ur upp fyrir hverjum einum allt það bezta, sem lífið hafði fært honum í ýmsum myndum. Hvert einasta smáatriði af slíku tægi varð nú allt í einu kærkomið og yndisfullt, en um leið læddist inn sjálfsásökun, að hafa eklci skilið betur og notið þess, sem lífið gaf. Enginn mælti orð. Að standa þannig í fullu fjöri á 23

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.