Réttur - 01.04.1938, Page 4
vinnandi stéttanna, er fasistaklíkan í „Sjálfstæðis-
flokknum". Þessi klíka stendur í beinu sambandi við
utanríkisráðuneyti og útbreiðslumálaráðuneyti þýzku
ríkisstjórnarinnar. Einn af helztu mönnum þessarar
klíku er nazistinn Knútur Arngrímsson. Tilgangur
þessarar klíku er að koma hér á fasisma eftir þýzkri
fyrirmynd og jafnvel með þýzkri hjálp. Klíkan hugs-
ar sér tvær aðferðir mögulegar til að ná þessu marki:
Önnur að „Sjálfstæðisflokkurinn“ nái hreinum þing-
meirihluta og klíkunni takist að gera hann smám
saman það nazistiskan, að hægt verði fyrir fasista-
klíkuna að ná ríkisvaldinu þannig. Hin leiðin er að
steypa ríkisstjórninni með vopnavaldi og taka völdin
þannig með skyndiáhlaupi. Þar sem það er sú aðferð,
sem þýzka ríkisstjórnin hefur þegar tekið þátt í að
beita á Spáni og í Austurríki, og — misheppnað — í
Brazilíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, — þarf engan
að undra þó Hitlerstjórnin og erindrekar hennar hugsi
til slíkar aðferðar hér, þar sem hún virðist hvað þægi-
legust og vissust ti'li sigurs, af því þjóðin er óvopnuð
og enginn her til. En með tilliti til Englands er ólík-
legt að þessari síðari aðferð fasistanna yrði beitt,
nema í sambandi við byrjandi heimsstríð, eða álíka
ástand.
Pólitík fasistanna í Sjálfstæðisflokknum miðast því
nú fyrst og fremst við harðvítuga andstöðu gegn rík-
isstjórninni, vægðarlaust lýðskrum til að ná íjölda-
fylgi og þessvegna er íasistaklíkan andstæð þeirri
pólitík Ólafs Thors að vilja hafa samvinnu við
Framsókn um ríkisstjórn. Fasistarnir vilja standa
lausir við ábyrgð á pólitík ríkisstjórnarinnar, þeirra
kjörorð er það, sem Sigurður Kristjánsson sagði
á síðasta þingi: ,,Ber þú sjálfur fjanda þinn“. Iívað
eftir annað hafa orðið átök innan „Sjálfstæðisflokks-
ins“ út af þessai'i pólitík. Fasistaarmurinn vildi t. d.
greiða atkvæði á móti nýja 'láninu, — samkomulag
innan flokksins náðist um að sitja hjá.
36