Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 9

Réttur - 01.04.1938, Side 9
og göfugar konur, sem Klæði á þau leggja, og kærleiksgeð auðsýna liðinu beggja. Það er spámannleg sögnin um mannkynsins móður,.. að hún mat ekki friðhelgan líftrésins gróður. Þá var hafinn fyrst jarðarböls örlagaóður, þegar ættanna frumburður myrti sinn bróður. Það er skylda vors kyns, að það skuld hennar greiði, því nú skjálfa öll lönd fyrir guðanna reiði. Annars fúnar hver rót undir mannkynsins meiði, þar sem mannúð og réttlæti búið er leiði. Haildór Kiljan Laxness. I. mai 1938. Ræða flutt á útifundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, Al- þýðuflokksins og Kommúnistaflokksins 1. maí. Á þessum hátíðisdegi verkalýðsins langar mig að snúa má'li mínu ekki aðeins til verklýðsflokkanna, sem nú standa nær því að sameinast en nokkru sinni fyr, heldur til allra íslendinga, sem nokkurs meta frum- burðarrétt siðaðra þjóða, lýðræðið. Það er óbifanleg sannfæring mín, að allir þeir, sem er lýðræðishugsjón- in hjartfólgin, eigi samleið um hin mikilvægustu mál á tímum eins og vorum, þegar fasisminn er orðinn hugsjón auðvaldsins. Og ég er jafnsannfærður um, að allar tilraunir til að skipa iýðræðissinnum í harðsnúna flokka innbyrðis, hverjum gegn öðrum, er hér á landi, ekki síður en annarsstaðar, einhver sá mikilsverðasti stuðningur, sem hægt er að ljá fasismanum. Yér Islendingar höfum fullgild rök til að fagna því lýðræði, sem vér höfum skapað okkur með aldalangri baráttu gegn kúgun og yfirdrottnun. Þessvegna höf- um vér einnig fullgild rök á degi eins og þessum, sem er helgaður samtökum alþýðunnar gegn kúgunaröfl- 41

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.