Réttur


Réttur - 01.04.1938, Síða 10

Réttur - 01.04.1938, Síða 10
unum, að strengja þess heit að herða nú baráttuna fyr- ir verndun og eflingu þess lýðræðis, sem vér njótum, áður en það er orðið um seinan. Réttur f jöldans og kostur á að ráða sínum eigin mál- um og skapa sér lífskjör, er einn dýrmætasta og virðu- legasta tákn siðmenningar. Verndun og efling þessa réttar táknar verndun og efling siðmenningarinnar. Þess er nú skemmst að minnast, að ein af siðmennt- uðustu þjóðum nútímans, Austurríki, hefur með of- beldi verið dregin inn í skugga villimennskunnar, troðin undir járnhæl fasismans. Alþýða Spánar hefur nú, bráðum í tvö ár, barizt gegn innrás ítalska og þýzka fasismans, sem sent hafa heri sína með full- komnustu morðtól og eyðileggingar inn í :land, sem ekkert hafði gert á hlut þeirra, til að brjóta niður sjálfsákvörðunarrétt þjóðar, sem bjó við löglega skip- aða lýræðisstjórn. Þegar vér lítum á, hvernig sum- ar þjóðir hafa þegar verið sviftar þessum rétti til sjálf- ræðis, meðan aðrar virðast vera staðráðnar að berjast til síðasta manns fremur en að missa hann, þá mættum vér vera þess minnungir hér á Islandi, hvern dýrgrip vér höfum með höndum, þar sem lýðræðið er. Örlög annara þjóða sem nú eru troðnar undir hæli fasismans, ætti að vera oss hvöt til að gera þann rétt, sem vér njótum, að sem fullkomnustu tæki í höndum okkar ti'l að efla réttlæti í landinu, til að skapa hinum starf- andi fjölda landsmanna öryggi, til að létta kjör hins fátækasta manns. Fá mál eru jafn knýjandi í svipinn, eins og að kalla alla lýðræðissinnaða krafta á íslandi saman til eins bandalags, án tillits til flokkaskiftingar að öðru leyti. Lýðræðishugsjónin er sá hyrningar- steinn, sem verður að standa undir hinu volduga varn- arvígi, þjóðfylkingu íslands, gegn fasisma og ein- ræðisöflum, gegn ásælni hinna fáu til að sérnýta at- vinnuvegi landsins og almenn gæði, og arðnýta í eig- inhagsmunaskyni vinnukraft hinna mörgu. En svo fremi að menn hafi skilning til að koma sér saman um 42

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.