Réttur - 01.04.1938, Side 23
lyftistöngin og traustasti grundvöllurinn fyrir sigrum
þeirra í þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Og nú þegar
lýðfrelsisbaráttan stígur bærra en nokkru sinni fyr í
íslenzku þjóðlífi, þá eru það enn Flóamenn, sem leggja
til forustumanninn í frelsisbaráttu alþýðunnar. Það er
Brynjólfur Bjarnason, formaður Kommúnistaflokks
íslands, einnig skilgetinn sonur hinnar kúguðu Flóa-
alþýðu, magur og veiklulegur, eins og hann sé með
margra alda harðrétti í blóðinu, lítt áberandi, en ó-
drepandi, hygginn og hagsýnn, reiknar nákvæmt og
rétt, kann fótum sínum forráð í hverju spori, missir
aldrei sjónar á marki. Hann er sonur alþýðu, sem hef-
ir þegjandi orðið að þola kúgunina, orðið að dylja
huldan harm í brjósti, en engu getur gleymt, veit af
margra alda reynslu, að ein misheppnuð tilraun get-
ur gert út af um líf hennar, en bíður sívakandi eftir
tækifæri til að jafna hlut sinn, örugg og reiðubúin
til að leggja allt í sölurnar, þegar sigurmöguleikarnir
eru fyrir hendi. í Brynjólfi Bjarnasyni birtist þessi al-
þýða sjáandi þessa sigurmöguleika framundan, ef rétt
er á spilum haldið.
í einni grein stendur Árnessýsla framar öðrum
byggðarlögum á landinu á menningarlegu sviði. Af 15
heimavistarskólum á öllu landinu eru sex í Árnessýslu
og sá sjöundi í uppsiglingu. Þetta er engin tilviljun,
heldur stendur það í beinu sambandi við áður umgetið
þjóðfélagslegt uppeldi sýslubúa. Svo mun mjög al-
mennt álitið, að fjárhagsleg afkoma héraðanna valdi
mestu um, hvort bætt er úr þeirri allstaðar viður-
kenndu nauðsyn að afnema farkennsluna með öllu
því ómenningarsniði, sem henni er samfara, — stutt-
ur kennslutími, ófullkomin kennslutæki, þröngar
kennslustofur, sem um leið eru svefnherbergi, matstof-
ur og vinnustofur heilla heimila, og flutningur á kenn-
urunum, eins og niðursetningum í gamla daga, fram
og til baka, bæ frá bæ, um alla sveitina. En reynslan
sýnir, að það er ekki fyrst og fremst fjárhagurinn,
55