Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 26

Réttur - 01.04.1938, Side 26
efnilegustu og listfengustu rithöfunda þjóðarinnar: Tómas Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. En hinsvegar er mér ekki grunlaust um, að djarfmennsku- einkenni Héraðsbúa og Þingeyinga séu einnig farin að láta á sjá og fari hnignandi með ári hverju. Ný öfl, eins og kaupfélagsskuldir og Kreppulánasjóður, jafna óðfluga gamlar sérkennishrukkur úr svip einstakra héraða. Innan lítils tíma má svo fara, að þessi fornu sérkenni verði hvergi að finna, nema í þjóðsögum og skráðum heimildum genginna tíma. Hallsteinn Karlsson. Rauður snjór. Marrar í mjöllinni kaldri, miðsvetrarsólin skín. Hauðrið snjóblæja hylur hvít eins og þvegið lín. frostið er nístingsnapurt, hver nybba er fennt í kaf. Hljóðnaðir lækir líða leið sína út á haf. Á hafnarbakkanum hópast hljóðlátir verkamenn, og hatrama baráttu heyja þeir hugrökku blástakkar enn. Þeir daglega ráðvilltir reika, unz rennur eygló í sæ. Menn hræðast ei neitt eins og hungrið í heimsins dýrasta bæ. Á höfninni grámáfa hópur hljóðandi þyrpist að bráð, 58

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.