Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 28

Réttur - 01.04.1938, Side 28
eða þrisvar í viðbót. Og úr því hann anzaði ekki, þá hætti hún loksins að kalla. Daníel hafði gætt allrar varúðar til þess að burður- inn gengi sem bezt, en það er hlutur, sem maður get- ur samt aldrei verið öruggur um. Til enn frekara ör- yggis hafði hann gefið henni sérstakt fóður daginn áður, og auk þess vænap. skammt af laxerolíu. Hann óttaðist harðlífi, sem gæti orsakað bólgur um kviðar- holið, og þannig haft í för með sér minni mjólk. Dan- íel hafði fengið Agostino til að hjálpa sér. Agostino var frá Bergamo, .en hann hafði átt heima í Ticino í nokkur ár. Hann var húsasmiður að iðn, en var fáan- legur í hverskonar vinnu þegar lítið var að gera. Burðurinn byrjaði ágætlega. Þrír grísir, eins litlir og mýs, voru þegar fæddir. Agostino hafði eiginlega ekkert annað haft að gera, en að finna viðeigandi nafn á grísina. En sá fjórði vildi ekki koma. Agostino varð að halda gyltunni meðan Daníel fór inn með henni, til að ná í hann og greiða leiðina fyrir hina. ,,Þennan“, sagði Agostino, og benti á litla grísinn, sem ekki hafði viljað fæðast, „skulum við kalla Beni- to“. ,,Það er ómögulegt“, svaraði Daníel, „grísirnir eru seldir firma á ftalíu“. „Allt þarft þú að athuga“, anzaði Agostina. í þessu heyrðist Luisa, yngri dóttir Daníels, kalla: „Pabbi! Það er einhver hér, sem vill tala.við þig“. Daníel hélt þögull áfram að sýsla við grísina sína. Það var um að gera að forðast að sóttkveikjur gætu komist að. Hann hafði áður sagt fjölskyldu sinni það, að þegar hann væri við vinnu þá vildi hann fá að vera í friði, og það mætti alls ekki trufla hann. Hann anz- aði því Luisu ekki heldur, en hélt áfram við verk sitt. Hann bjó vandlega um grísina í stórum kassa, bar hálm undir þá og breiddi ullai'teppi ofan á, en Agost- ino bar hyldirnar út og þreif stíuna. Þá heyrðist Sil- via, eldri dóttir Daníels, kalla: „Pabbi! Það er ein- 60

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.