Réttur - 01.04.1938, Page 37
hún um það, að hún hefði aldrei blandað sér í annara:
mál og myndi aldrei gera, en eitt vissi hún og það
væri það, að byltingarblöðin og bækurnar, sem smygl-
að væri til Ítalíu, kæmu frá Franziskana klaustrinu
Madonna del Sasso í Locarno“. -
Daníel hló hjartanlega að þessum ágæta skáldskap.
„Agostino gekk einn til móts við hann, en skildi
okkur eftir bak við kirkjuna“, hélt bann áfram. „það
var ákveðið, að hann skyldi því aðeins grípa til
skammbyssunnar, að hinn ætlaði fyr að nota sína.
Agostino gekk að honum eins og hann færi þar fram-
hjá af tilviljun. Með því að dimmt var, kveikti hann
í sígarettu og þekkti hinn við bjarmann af eldspýt-
unni. „Hæ!“, kallaði hann. „Hér er þá andlit, sem
maður þekkir! Þú ert ítalskur njósnari!“ Hann kast-
aði frá sér sígarettunni og viðureignin hófst. Við yf-
argáfum felustaði okkar, en Caterina tók til fótanna.
„Tókuð þið þátt í slagnum líka?“
„Þess gerðist ekki þörf. Við héldum aðeins vörð,
til þess að vera vissir um að enginn kæmi að. Agostino
hafði fljótlega betur. Hann lagði hinn og barði hann
svo fast í höfuðið, að það hefði nægt til að mola stein.
Við vissum alltaf hvað Agostino var sterkur, en við
höfðum enga hugmynd um að það væri svona mikið
hatur til í honum“.
„Þú mátt ekki gleyma því, að fasistarnir drápu
bróður hans“, sagði Daníel. „Hvernig meiddi hann sig
í hendinni".
„Njósnarinn beit hann. Hann náði vinstri hönd
Agostinos milli tannanna og vildi ekki sleppa henni.
Agostino lamdi hann í kjálkana með hinni eins og
vitlaus maður, en hann vildi samt ekki sleppa. Þá
greip Agostino fyrir kverkarnar á honum og herti að“.
„Gerði hann út af við hann?“ spurði Daníel skelfd-
ur. *
„Það leit út fyrir það“.
69'