Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 43

Réttur - 01.04.1938, Page 43
Daníel varð hugsi. „Heldurðu að ég ætti að tala við hana“, spurði hann nokkrum augnablikum seinna. „Já, og áður en það verður of seint“, svaraði kona hans. Daginn eftir þurfti Daníel að fara með sáðbauna- poka til vinar síns í Comma í Val Verzasca, og tók Silviu með sér. Þetta erindi var aðeins yfirskin, hann lauk því fljótlega og afþakkaði allar góðgerðir, sem honum voru boðnar. ,,Ég ætla heldur að ganga heim með dóttur minni“, sagði hann við þá kunningja sína, sem hann mætti. ,,Hún hefir verið fremur föl undanfarið og þarf að koma undir bert loft, hún þarf líka að hvíla hugann“. Faðir og dóttir lögðu af stað í áttina til Gordola og þögðu. Gatan lá í krókum hátt yfir ánni, sem streymdi freyðandi leiðar sinnar eftir dalnum fyrir neðan þau. ,,Getum við ekki gengið með ánni?“ spurði Silvia. „Það er ég hræddur um ekki“, svaraði Daníel, en af því að honum þótti gaman að gera það, ,sem dóttir hans bað um, sagði hann að þeim lægi ekkert á, það mætti reyna. Þau fundu lítinn stíg, brattan eins og stiga. Hann lá í ótal krókum og hlykkjum, en að lokum komust þau ofan að ánni þar sem hún steypti sér með iðukasti á snarbrattan klettavegginn. Þar skammt frá myndaði áin lygnan stöðupoll, svo tæran að það mátti sjá hvern stein í botninum. Hingað til höfðu faðir og dóttir að- eins skipzt á fáeinum marklausum .orðum. Og pað sýndi Daníel betur en nokkuð annað, hver breyting var orðin á Silviu. „En hvað þetta eru fallegir steinar“, sagði Silvia allt í einu og benti á sandrák um það bil eitt fet uj.túr vatnsborðinu. „Það eru hrogn“, útskýrði faðir hennar. „í septem- berlok yfirgefur silungurinn neðri hluta árinnar og syndir til upptakanna. Hrygnan leitar að sendnum, ör- 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.