Réttur - 01.04.1938, Qupperneq 52
„Nei“, sagði Filomena.
Daníel settist á þröskuldinn.
Nóttin kom, og það voru stjörnur. Haninn galaði í ’
fyrsta sinn, en enginn hugsaði um að fara að sofa.
Það langaði engan til að stíga fæti á loftið, þar sem
„verkfræðingurinn“ hafði ráðið ríkjum þangað til í ^
gær. Haninn galaði í annað sinn. Filomena og Luisa
sátu enn við eldinn. Silvia sat kyrr á kassanum í
dimmu eldhússkotinu, og Daníel sat á þröskuldinum.
Þetta líktist vöku yfir líki, það var eins og einhver
væri dáinn. Haninn galaði í þriðja sinn.
Skerandi vein rauf þögnina, eins og ýlfur í hundi,
sem kennir mikils sársauka. Og á eftir fylgdi langt
hræðslugarg í öllum hænsnunum og ungunum. Daní-
el spratt á fætur og þaut í áttina til hænsnakofans.
Hann sá ref með löppina í gildrunni. Dýrið kreppti
sig í kút, spyrnti þrem lausu fótunum við af öllu afli,
og reyndi að losa fasta liminn. Þegar það sá Daníel
nálgast fór það að stökkva æðislega til allra hliða, en
var í tjóðri af keðjunni, sem hélt gildrunni.
,,Loksins!“ hrópaði Daníel. Hann þreif öxi, sem
lá hjá hænsnakofanum, og hjó í dýrið og eins og hann
væri að fella eik. Hann hjó í hausinn, bakið, kviðinn,
lappirnar, og hann hélt áfram að höggva löngu eftir
að hann hafði saxað skrokkinn í smælki og gert úr
honum blóðugt mauk.
Þorvaldur Þórarinsson þýddi. *
Skúli Guðjónsson.
Frá sfónarniiði
Strandamanna.
Sú gifta hefir fylgt okkur Strandamönnum um all-
langt skeið, að stjórnmálaleiðtogar okkar hafa inn-
rætt okkur andúð gegn íhaldinu, öllum þess verkum
og öllu þess athæfi.
84