Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 54

Réttur - 01.04.1938, Side 54
hinna vinnandi stétta. Þetta hreif. Ekki einungis fram- sóknarmenn, kommúnistar og meginhlutinn af kjós- endum Bændaflokksins fylktu sér umhverfis þessa glæsilegu þjóðmálahetju, heldur skiptu einnig mörg- um tugum Sjálfstæðismennirnir, sem urðu logandi hræddir við sinn eigin flokk og leituðu skjóls fyrir á- gangi fasismans undir hinum breiðu verndarvængjum ráðherrans. Þannig atvikaðist það, að Hermann Jónasson kom út úr kosningunum 1937 með svo glæsilegum meiri hluta. Straumurinn til vinstri hefir líklega hvergi á landinu verið sterkari en í Strandasýslu. Upp úr kosningunum fóru að kvisast sögur um það, að Framsóknarflokkurinn stæði nú fastar í hægra fót- inn en verið hafði um langt skeið. Mönnum þótti þetta lygilegt, sem von var. Svo fóru að koma afar einkenni- legar greinar í Tímanum eptir íormann flokksins. En framsóknarmennirnir hérna skoðuðu það sem grín, enda eru þeir með öllu hættir að taka mark á formann- inum. Hermann er þeirra biblía. Svo leið fram á haust- þingið. Ekkert ískyggilegt kom í ljós. Skrifin í Tím- anum, þau hin furðulegu, héldu að vísu áfram. Hægra bros gamla mannsins, sögðu menn og slettu í góm. Þá fóru að koma sögur um að Jónas væri mjög á ein- mæli við Ólaf Thors. — O, hann getur nú ekki að þessu gert. Hann þarf alltaf að vera að hvísla. Hann Hermann snýr niður allar tilraunir til samvinnu við íhaldið, með sömu karlmennskunni og hann snýr nið- ur þarfanautin okkar, til þess að sýna okkur hvað hann er sterkur. En rétt fyrir jólin berast út þau tíðindi, að Fram- sóknarflokkurinn hafi gengið í bandalag við íhaldið, um að samþykkja einhverjar lagabreytingar viðvíkj-' andi síldarverksmiðjunum, og það í algerðum blóra við samstarfsflokk sinn. Þetta var bölvað. Bandalag við íhaldið. Þetta var líklega eitthvert smámál, sem 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.