Réttur - 01.04.1938, Síða 62
gripa og 1/2 millj. svína. Svo þegar æskumenn sveit-
anna eru kvaddir til herþjónustu, þá má óhætt gera
ráð fyrir að framleiðslan minnki og það er fyrirsjá-
anlegt, að þegar á þessu ári muni verða áberandi
skortur á fæðutegundum.
Um hin litlu framleiðsluafköst þjóðarinnar á öðrum
sviðum er einkum tvenns að gæta. í fyrsta lagi að
sjötti hver vinnandi maður vinnur að verzlun og
vörudreifingu og í öðru lagi að næstum helmingur
verkalýðsins vinnur í smáfyrirtækjum, sem hafa
minna en fimm verkamenn og engar vélar. Og í stærri
verksmiðjunum er ástandið líka slæmt. Af 80.000
verksmiðjum, sem skráðar voru 1935 voru 12.000 án
mótora og notuðu eingöngu afl verkamannanna. Og
85% af öllum vei'ksmiðjunum höfðu aðeins 5—29
verkamenn og væru því ekki taldar verksmiðjur, held-
ur verkstæði á Evrópumælikvarða. Aðeins 10 % af
verksmiðjunum eru stórfyrirtæki, en hinar eru lélega
útbúnar og geta ekki aukið afköst sín. Vinnuþrælk-
un bænda og verkamanna er svo mikil, að hana er
tæplega hægt að auka og launin svo lág, að jafnvel
Japanir, með alla sína sparsemi, geta tæplega lifafö
af þeim.
Nú hlýtur fjárhagsafkoma Japana að versna mjög
við minnkandi útflutning, sem stafar af eftirfarandi
ástæðum:
a) Kreppunni í Ameríku, sem hefir keypt 90% af
silkiútflutningnum.
b) Kínverski markaðurinn eyðileggst vegna stríðs-
ins, en þangað seldu Japanir áður 14 af útflutningi
sínum.
c) Útflutningurinn til bresku samveldislandanna
og nýlendanna minnkar eftir því sem sambúð Jap-
ana og Breta versnar.
d) Víða um heim hefir komið upp hreyfing um að
kaupa ekki japanskar vörur og það í mörgum þeim
löndum, sem keyptu mikið af þeim áður.
94