Réttur - 01.04.1938, Side 68
Hernám Austurríkis.
í marz gerast í hjarta Evrópu þau tíðindi, sem fæst-
ir myndu í rauninni hafa haldið, að gætu átt sér staðr
Her eins ríkis ræðst inn yfir landamæri annars full-
valda ríkis og ieggur það undir sig samdægurs, án
þess að einu skoti sé af hleypt. • ^
Ástæðurnar til þess, að þýski herinn gat árætt það
giæfraspil að ráðast inn í Austurríki, eru ýmsar, og
að minnsta kosti allar aðrar en þær, sem nazistar nota
sér til réttlætingar: að austurríska þjóðin hafi sjálf
óskað eftir að fá að leggja frelsi sitt í hendur harð-
stjórans. Að vísu var í næsta mánuði látin fara fram
,,þjóðaratkvæðagreiðsla“, og að vísu auglýsti Göb-
bels 99% já-atkvæði sern árangur atkvæðagreiðsl-
unnar.
Raunar þótti það engum fróðlegar fréttir, því að
þann árangur gat hver sagt sér sjálfur fyrir fram.
Kosningaseðillinn var með stóran hring fyrir já, en
lítinn hring fyrir nei. Það hafði auðvitað sín sálfræði-
iegu áhrif. Enn sterkari sálfræðileg áhrif hafði þó
efalaust hitt, að í hverri kjördeild stóðu árásarliðs-
menn í fullum skrúða og með skammbyssu við hlið
og sögðu háum og snjöllum rómi við kjósendurna, er
inn komu: „Þeir, sem finna ástæðu til að leyna at-
kvæði sínu, geta kosið bak við tjaldið!“ Flestir kjós-
endur eru þann veg gerðir, að undir slíkum kringum-
stæðum þykir þeim tryggara að hverfa ekki bak við *
tjaldið, en setja heldur kross í stóra hringinn, að á-
rásarliðsmönnum ásjáandii
Eins var fyrir því séð, að þeim sem þannig eru skapi
farnir, að þeir myndu helzt kjósa að sitja heima,
þætti tryggara að koma á kjörstað. Hver íbúð í bæ og
sveit var undir eftirliti árásarliðsmanna, sem freistuðu
kjósenda kannske ekki endilega með ókeypis bílferð
á kjörstað, eins og hinir fjársterkari stjórnmálaflokk-
ar í borgaralegum lýðræðislöndum, en þó með þeim
hlunnindum, sem flestum þykir freisting meiri: að
100