Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 69

Réttur - 01.04.1938, Side 69
l>urfa ekki að setjast í fangabúðir sem óvinur föður- landsins. Innrásin í Austurríki hafði verið undirbúin lengi (eins og hinar komandi innrásir í Tékkóslóvakíu og Suður-Jótland). Og slíkur „sigur'' sem innlimun Áust- urríkis,varnazistunumnauðsynlegur af innanríkispóli- tískum ástæðum. Framkvæmd kjörorðsins: „fallbyss- ur í stað smjörs“ er að sýkja þýzku þjóðina hægfara hungursótt. Óblönduð matvæli, ósvikin vefnaðarvara er ekki framar til í landinu nema svo, að það svarar neyzluþörfum efnastéttanna. Vaxandi dýrtíð helzt í hendur við aukið launarán. Æ fleiri skattar og skyld- ur og hvers kyns frádráttur er lagður á kaup lág- launafólks, svo að það er orðið máltæki þýzkra verkamanna, að senn verði betra að fá greiddan frá- dráttinn en launin. Slíkt skipulag á tilveru sína undir því komna, að því takist með hæfilegum fresti að sprengja nógu stórar púðurkerlingar, til að geta leitt athygli almenn- ings frá persónulegum vandkvæðum hvers eins. Þó hefðu nazistar aldrei árætt innrásina í Austur- ríki á þessum tíma, ef skilyrðin til þess, að hún mætti takast, hefðu ekki verið lögð þeim í hendur. I Eng- landi sat að völdum afturhaldsstjórn, sem vissi allar ráðagerðir Hitlers, en veitti honum þó frjálsar hendur í Austurríki og neitaði Schussnigg um aðstoð, enda þótt Englandi bæri að ábyrgjast sjálfstæði Austur- ríkis og landið væri meðlimur Þjóðabandalagsins. — Mussolini var kominn í þvílíkt öngþveiti vegna æfin- týra sinna í Abessiníu og á Spáni, að hann hafði ekki bolmagn til að framkvæma hina marg-yfirlýstu „verndun sjálfstæðis Austurríkis með tilstyrk ítalska hersins", og því var honum nauðugur kostur að brosa glaðlega, þótt honum blæddi í augum, að Hitler gleypti svo feitan bita. Og Frakkland var stjórnlaust, þar sem Chautemps var fallinn, en ný stjórn ekki mynduð. 101

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.