Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 73
forystuna, heldur hinir brezku auðkýfingar. En skylt
er skeggið hökunni.
í ljósi þessara staðreynda verða síðustu málaferlin
í Moskva ekki eins óskiljanleg þeim mönnum, sem
annars kunna í góðri trú að hafa tekið mark á til-
raunum hinna og þessara málgagna til að gera þau
tortryggileg. Bak við þær tilraunir liggur auk þess
svo auðsær pólitískur tilgangur, að eðlilegt er að
byrja á því, að tortryggja málaflutning þessara mál-
gagna, áður en íarið er að tortryggja rússneska dóm-
stóla.
Að herstjórnir Þýzkalands, Japans og Englands
hafi haldið uppi njósnum, undirróðri og skemmda-
starfsemi í Sovétríkjunum, er svo fjarri því að vera
ótrúlegt, að það mætti miklu fremur telja dularfullt
fyrirbrigði, ef svo hefði ekki verið. Og dæmin, sem
nefnd voru hér að framan — og ótalmörg önnur -—
sanna, að erlent ríki getur alltaf fengið nógu marga
innlenda menn í þjónustu sína til að vinna þessi störf.
Þeim, sem eitthvað hafa kynnt sér sögu rússnesku
byltingarinnar og aðdraganda hennar frá því um alda-*
mót, kemur ekki á óvart, að það er einmitt Trotzky og
hans fylgjendur, sem völdust til þessa landráðastarfs.
Trotzky-stefnan er nú löngu hætt að vera afbrigði
verklýðshreyfingarinnar, en er einmitt orðin afbrigði
fasismans. Barátta Trotzky-sinna gegn stjórnum Spán-
ar og Kína á þeim hættutímum, sem nú steðja að þess-
um löndum, sannar þetta óhrekjanlega.
Það var greinilegt, að herferðin gegn Sovétríkjunum
í sambandi við síðustu málaferlin gegn hægrimönnum
,og Trotzky-sinnum var mun máttlausari en í hin fyrri
skiptin, og nú má heita, að hún sé algerlega dáin út.
Sú kenning, að Sovétríkin séu eini staðurinn á jörð-
unni, þar sem fasismanum þyki ekki taka því að hafa
einhver járn í eldinum, er of ósennileg, til þess að
henni verði almennt trúað til lengdar.