Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 4

Réttur - 01.03.1939, Síða 4
líka, að það er hægt að fara þær leiðir, sem Sósíalista- flokkurinn benti á. En ísíenzka borgarastéttin getur ekki farið þessar leiðir. Hvers vegna? Vegna þess að það yrði á kostnað þeirrar yfirstéttarklíku, sem hefir siglt sínu eigin at- vinnulífi upp á sker. Þessi klíka, veit það t. d. vel, að ef hægt væri að losna við hin einhliða fjármálasambönd, sem hafa ein- okun um öll viðskipti landsins, þá myndi öll spilaborgin hrynja. Þess vegna urðu þeir svona logandi hræddir, þegar erlendir fjármálamenn komu hingað í vetur, til þess að leita fyrir sér um viðskipti. Sósíalistar voru út- hrópaðir sem óalandi og óferjandi, af því að þeir vildu taka þeim kurteislega. Svo langt var gengið í firrunum, að því var haldið fram að sósíalistar hefðu byggt allar sínar tillögur á einhverjum tilboðum þessara manna. — Þetta var endurtekið svona álíka oft og Göbbels endur- tók, að kommúnistar hefði kveikt í Ríkisþinghúsinu. — Nú vita allir, að þessar tillögur Sósíalistaflokksins eru stefnumál hans í atvinnumálum og fjármálum, sem hann hefir barist fyrir frá því að hann var stofnaður, og sem hver maður getur lesið í starfskrá hans, sem samþykkt var síðastliðið haust, löngu áður en nokkur flokksmaður hafði heyrt getið um þessa margumtöl- uðu fjármálamenn. Þetta dæmi er nefnt hér, vegna þess hve vel það sýnir, að andstæðingarnir þora ekki að ræða málin við okkur í alvöru. Þess vegna grípa þeir til fár- ánlegs fleipurs til þess að skjóta sér undan því að horf- ast í augu við viðfangsefnin. Þó eru afskipti ríkisstjórnarinnar af byggingu nýrrar síldarverksmiðju á Siglufirði gleggsti vitnisburðurinn um það, hvernig komið er, og hvert afhroð íslenzka þjóðin verður að gjalda vegna þess að hún býr við yfir- ráð stéttar, sem ber dauðann í brjóstinu. Eitthvert mesta nauðsynjamál síldarútvegsins og þar með alþjóðar, er bygging nýrra síldarverksmiðja. Bæj- arstjórn Siglufjarðar hefir fengið lán með hagkvæmum 4

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.