Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 58

Réttur - 01.03.1939, Page 58
Benedek og synir hans snéru aftur að myndinni nr. 32 og stóðu góða stund frammi fyrir henni. Alec í auð- sæjum leiðindum, hvíldi fæturna til skiptis, hugsaði um sína flóknu lexiu í samsettum rentureikningi. Bandi glápti á litla telpu í himinblárri kápu, hún stóð á miðju gólfi milli tveggja eldri kvenna og át hálfmánabrauð. Loks yfirgáfu feðgarnir myndina og gengu út úr safn- inu. Pabbi, sagði Bandi, þegar út á strætið kom. Viltu kaupa handa mér hálfmána. Rétt hjá þeim var götusali með fulla körfu af hálfmánum. Josep Benedek nam stað- ar sem snöggvast, en hélt síðan áfram. Nei, sagði hann, skírt og ákveðið. Þú átt ekki að éta hálfmána rétt fyrir miðdegisverð. En mamma ... tók drengurinn til aftur dapur. Josep Benedek greip þegar hönd hans í lófa sinn og hélt fast. Svona, svona, sagði hann; röddin var allt að því ógn- andi. Ég læt ekki hringla með mig fram og aftur. Það er nógu slæmt að mamma þín sé svo veik á svellinu, að iáta eftir þér aðra eins ... Hann þagnaði og lauk ekki við setninguna. Bandi reyndi að slíta sig lausan, fullur af ólund, en faðir hans hélt fastar en svo. Alec leit undrandi út undan sér á föður sinn. Þeir gengu stund- arkorn þegjandi eftir Andrassystræti. Fram hjá þeim fór strætisvagn, og litli snáðinn tók aftur til: Pabbi, ég er lúinn, við skulum fara í strætisvagn. Josep Benedek var sjálfur orðinn sárþjakaður, hann var svo óvanur slíkum gönguförum, samt sem áður svaraði hann með festu: Nei, þú átt að venja þig við hreyfinguna. Ef þú iðkar ekki göngur, verður þú duglaus og veiklaður pappírs- búkur. Alec dró sig aðeins aftur úr og virti föður sinn fyrir sér frá hlið. Skrítið, hugsaði hann, Bandi litli, eftirlætið sjálft, hefir tvisvar orðið að láta í minni pokann sama morguninn. Komstu úr sporunum, Alec, þusaði Josep Benedek. Þú 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.