Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 79

Réttur - 01.03.1939, Síða 79
inn, að eitthvað var á seiði, því að þau tóku að flytja fregnir af harðstjórn Pólverja gegn hinu þýzka þjóð- arbroti. Þetta var sami söngurinn og sunginn var áður en Tékkóslóvakía var sundurlimuð. Hitler fékk Beck ofursta, utanríkismálaráðhei'ra Póllands, á fund sinn, krafðist innlimunar Danzig-borgar í Þýzkaland og þriggja kílómetra breiðrar landræmu um pólska hliðið til samgöngubóta milli Þýzkalands og A.-Prússlands. Þessu boði var hafnað. Pólland leitaði á náðir Englands og Frakklands og fékk loforð þessara ríkja um ábyrgð á sjálfstæði sínu. Sömu loforð voru gefin Rúmeníu. — Samtímis þessu tók England upp samninga við Rússland um að ábyrgjast að sínu leyti landamæri Pól- lands. í þessum samningum stendur enn, þegar þetta er skrifað. Nú nýlega hefir England gert hernaðar- bandalag við Tyrkland, til þess að tryggja stöðu sína í Miðjarðarhafi. Eftir innlimun Tékkóslóvakíu var orð eitt grafið upp úr gleymskunni, sem bannfært hefir verið um nokk- urt skeið: sameiginlegt öryggi. Aðeins Sovét-Rússland dvaldi svo lengi í ríki draumóranna, að það þreyttist aldrei á að endurtaka þetta orð, sem er eitt af því fáa, sem enn lifir frá tímum Þjóðabandalagsins. Hin vestrænu lýðræðisríki gerðu orð þetta burtrækt úr póli- tískum orðaforða sínum. 1 stað þess kom orðið, „raun- sæispólitík“. Ástandið í Evrópu núna er kynborinn niðji þessa ,,raunsæis“. Nú verður heimurinn að skapa sér nýtt öryggisskipulag úr sprekum hins gamla sam- eiginlega öryggis. Mönnum er farið að skiljast, að sam- eiginlegt öryggi er eina vopnið, sem bítur á möndul hins fasistíska ofbeldis. Og jafnvel þykkustu þverhaus- ar borgarastéttarinnar eru að sannfærast um það, að Rússland verður ekki útilokað frá þessu öryggissam- bandi. Ástæðan er einfaldlega sú, að Vesturlönd fá ekki sigrað fasistamöndulinn nema með hjálp Rússa. Til þessa liggja bæði atvinnulegar og hernaðarlegar or- isakir, sem ekki verður farið út í hér, en kastað er 79

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.