Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 30

Réttur - 01.03.1939, Side 30
Það seg'ir sig sjálft, að Sovétríkin gátu ekki horft á. þessa hættulegu atburði aðgerðalaust. Allur ófriður, hversu takmarkaður sem hann er og hversu afskekkt- an útkjálka jarðar, sem hann snýst um, er hættulegur fyrir friðsömu ríkin. 0g því alvarlegri hætta stendur þeim af stórveldastyrjöldinni nýju, að hún hefir þegar náð fangi á 500 milljónum manna í þrem heimsálfum, — Asíu, Afríku og Evrópu. Þess vegna hefir land vort, er fylgir ósveigjanlegri friðarstefnu, iagt mikið á sig til að auka styrk Rauða hersins og flotans. Jafnframt gerðu Sovétríkin ýmsar ráðstafanir aðrar til tryggingar aðstöðu sinnar í alþjóðamálum. I árslok 1934 gengu Sovétríkin í Þjóðabandalagið, í þeirri skoð- un, að þrátt fyrir veikleika væri bandalagið réttur stað- ur til að sýna öllum heimi fyrirætlanir friðrofanna og hægt yrði að einhverju leyti að nota Þjóðabandalagið sem verkfæri friðarins, til að hindra styrjöld. Sovét- ríkin vildu ekki á slíkum tímum láta afskiptalaus al- þjóðasamtök, þó ekki væru sterkari en Þjóðabandalagið. í maí 1935 var gerður samningur milli Frakklands og Sovétríkjanna um gagnkvæma hjálp, ef á þessi lönd yrði ráðizt. Samtímis var álíka samnir.gui gerður við Tékkóslóvakíu. í marz 1936 gerðu Sovétríkin samning við Mongólalýðveldið um gagnkvæma hjálp. í ágúst 1937 var gerður gagnkvæmur ekkiárásarsamningur milli Sovétríkjanna og kínverska lýðveldisins. Einnig á þessum tímum erfiðra alþjóðamála fylgdu Sovétríkin hiklaust friðarstefnunni. Stefna Sovétríkj anna í utanríkismálum er skýr og auðskilin. 1. Vér viljum frið og treystingu heilbrigðra sam- skipta við öll ríki. Þetta er afstaða vor, og verður, svo framarlega að önnur ríki hafi sömu afstöðu til Sovét- ríkjanna, svo framarlega að þau reyni ekki að skerða hagsmuni lands vors. 2. Vér viljum friðsamlega, vingjarnlega góðgranna- sambúð við öll þau nágrannaríki, er eiga landamæri 30

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.