Réttur


Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 33

Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 33
staðgengill hans á þessum stað, flokkurinn sjálfur holdi klæddur í persónu Gísla Jónssonar. Og sjá! Kvöl og mæða og atvinnuleysi og allsleysi er ekki framar til! Sjá, allt er orðið nýtt. Það hljómar eins og boðskapur sjálfra jólanna: I dag er yðar frelsi fætt. Nóg atvinna! Upp úr skínandi neyðinni rísa skínandi verksmiðjur. Og niðursuðudósum og rækjum rignir yfir þetta yfir- gefna þorp, eins og manna á eyðimörku. Slíkt talar til hjartnanna. Og þótt lítið, afskekkt þorp hafi oft litla þekkingu á grundvallarlögum þjóðlífsins, þá hefir það venjulega stórt og viðkvæmt hjarta frammi fyrir hinu yfirnáttúrlega og óskiljanlega. Á þessari stundu lifði þetta litla þorp eina dýrðlega upprisuhátíð. Lífsham- ingja þess var ekki dáin, heldur lifir hún. Gísli Jónsson er kominn til að færa oss mikinn fögnuð. Sjálfstæðis- flokkur þjóðarinnar hefir í náð sinni litið til hins öreiga lýðs. Hvílík hamingja að vera með í þessum flokki, sem hafði valdið til að gefa og taka eftir óútreiknanlegum vilja sínum, sem er ofar öllum okkar skilningi. Og jafn- vel þótt allmargir yrðu ekki hrifnir og þættust skynja hvassar tennur úlfsins balc við sauðarsnoppuna og þætti lítið til um dýrðina, þá gat þeim ekki dulizt, að hér var ríkið og mátturinn. Því að þótt ekki sé verið að hóta neinu, þá getur manni dottið ýmislegt í hug, og það öruggasta er þó alltaf öruggast. Og hvað myndu mörg smáþorp á landinu eiga þann vökumann innan verk- lýðshreyfingarinnar, er á líkum stundum gæti látið lúður sinn gjalla svo hátt og hvellt, að orð hans gætu heyrzt í gegnum gullhljóm og vélaskrölt slíkra fágætra augnablika í lífi kynslóðanna. Þess vegna verða allir með í hinum frelsandi flokki, nema rétt örfáir, harð- svíraðir sósíalistar, sem aðeins geta muldrað eitthvað um auðvald, þetta eina vald, sem gat bjargað Bíldudal frá fullkominni eymd. En á Stokkseyri er engu þess háttar til að dreifa. Guð hefir ekki sent þangað neina óvænta náðargjöf, nema þessa einu, sem varla getur talizt óvænt, það er alltaf 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.