Réttur


Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 73

Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 73
byggingar landsins, til endurrei-snarinnar þarf á fé að halda. Og peningarnir bíða í London og París, reiðu- búnir til að ávaxtast. í stað þess að hjálpa lýðræði Spánar og reka hina fasistisku árásarheri úr landi, vilja fjármálamenn Englands og Frakklands kaupa Franco að stríði loknu. Og það er alltaf hægara að heimta inn renturnar af lánsfénu, en að standa í póli- tískum stórræðum út af Miðjarðarhafsdeilum og lýð- ræðinu og frelsinu o. s. frv. Þessi makráði hugsunar- háttur hins ellihruma enska og franska auðvalds hefir mótað alla afstöðu hinna vestrænu stórvelda til Spánar. í árslok 1938 hóf Franco hina miklu sókn sína í Kata- lóníu. Nú átti að láta til skarar skríða og hertaka Barce- lona. Óslitinn straumur hergagna og hermanna frá ftalíu og Þýzkalandi stælti sókn þessa, en lýðveldis- mönnum voru allar bjargir bannaðar. Franco varð að sóa bæði mannslífum og hergögnum til að brjóta á bak aftur vörn lýðveldismanna, sem var frábær að hetju- skap og herkænsku. En loks gátu þeir ekki lengur við- nám veitt, og í lok janúarmánaðar var Barcelona unn- in, en her lýðveldismanna hörfaði undan í góðri reglu og bjóst til áframhaldandi varnar. Með töku Barcelona var allur Norður-Spánn á valdi fasistanna, Frakkar höfðu fengið Hitler og Mussolini sem nábúa við Pýr- eneafjöll í skotmáli við iðnaðar- og verzlunarbæi Frakk- lands. Eins og nokkurskonar forleikur að hernámi Kata- lóníu, var för Chamberlains til Rómar um áramótin. Einu sinni létti þessi ógæfa heimsins og Bretaveldis heimdraganum, í þetta skipti til að „skipa málum“ Mið- jarðarhafsins. Það mun án efa hafa verið ætlun Cham- berlains að miðla málum milli ftalíu og Frakklands, þ. e. a. s. leggja að Frökkum að gera nokkrar ívilnanir gagnvart kröfum ítala. Þessu varð þó afstýrt. Frakkar voru ekki tilleiðanlegir til að undirskrifa nýjan „Mún- chen-sáttmála“ um Miðjarðarhafið. Á yfirborðinu var ekki sýnilegur neinn árangur af viðræðum Chamber- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.