Réttur


Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 72

Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 72
Frakkland. ítölsk blöð og tímarit létu mjög dólgslega; þessar vikur og höfðu í hótunum, að ef Frakkar feng- ist ekki að samningaborðinu góðfúslega, þá yrði þeir sóttir með valdi vopnanna. Þau minntu Frakkland á, að fífill þess væri ekki eins fagur eftir Múnchen-sátt- málann sem fyrir og að nú yrði það að gæta hófs; hin pólitísku afglöp Frakklands í Munchen hafa aldrei orð- ið berari en á þessum dögum, er Ítalía hóf landakröfur á hendur Frakklandi við Miðjarðarhaf. En ætlun Ítalíu var þó fyrst í stað ekki sú að fá þessum kröfum fram- gengt. Kröfurnar voru settar fram til þess að neyða England og Frakldand til að gefa Franco stríðsréttindi og Ítalíu tækifæri til að setja hafnbann á Lýðveldis- Spán. Spánska deilan, hinn mikli harmleikur Pýrenea- skagans var að nálgast lokaþáttinn. Barátta lýðveldismanna á Spáni mun hljóma í fram- tíðinni sem máttugasti hetjuóður um frelsisbaráttu okk- ar tíma. Á Spáni hefir ekki aðeins verið barizt um örlög lýðræðisins þar, heldur um framtíð lýðræðisins yfir- leitt og um völdin á Miðjarðarhafi. England á sjálfan spánska lykilinn að hinni miklu verzlunar- og hafskipa- leið Miðjarðarhafsins, Gíbraltar. Samgöngur Frakk- lands við nýlendur sínar á norðurströnd Afríku eru fram með ströndum Spánar og Baleareyjanna, sem nú eru í höndum ítala, sem geta skotið í kaf hverja franska kænu, er leggur frá suðurströnd Frakklands. Ef Spánn fellur í hendur óvina Englands og Frakklands, þá er höggvið á líftaug beggja þessara stórvelda. Maður skyldi því ætla, að þessi ríki gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til þess að afstýra slíkum voða. Þannig hugsar að minnsta kosti maðurinn, sem fengið hefir einhverja til- sögn í almennri landafræði. En þannig hugsa ekki hin- ir spöku feður hinna vestrænu lýðræðisríkja. Þeir sjá rjúkandi rústir Spánar, brunnar borgir, eyðilagðar verksmiðjur. Þetta eru handavark fasistanna, í þessu lýsir sér hinn skapandi máttur fasismans. Þeir geta aðeins rifað niður og breytt byggðum í flag. Til upp- 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.