Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 72

Réttur - 01.03.1939, Side 72
Frakkland. ítölsk blöð og tímarit létu mjög dólgslega; þessar vikur og höfðu í hótunum, að ef Frakkar feng- ist ekki að samningaborðinu góðfúslega, þá yrði þeir sóttir með valdi vopnanna. Þau minntu Frakkland á, að fífill þess væri ekki eins fagur eftir Múnchen-sátt- málann sem fyrir og að nú yrði það að gæta hófs; hin pólitísku afglöp Frakklands í Munchen hafa aldrei orð- ið berari en á þessum dögum, er Ítalía hóf landakröfur á hendur Frakklandi við Miðjarðarhaf. En ætlun Ítalíu var þó fyrst í stað ekki sú að fá þessum kröfum fram- gengt. Kröfurnar voru settar fram til þess að neyða England og Frakldand til að gefa Franco stríðsréttindi og Ítalíu tækifæri til að setja hafnbann á Lýðveldis- Spán. Spánska deilan, hinn mikli harmleikur Pýrenea- skagans var að nálgast lokaþáttinn. Barátta lýðveldismanna á Spáni mun hljóma í fram- tíðinni sem máttugasti hetjuóður um frelsisbaráttu okk- ar tíma. Á Spáni hefir ekki aðeins verið barizt um örlög lýðræðisins þar, heldur um framtíð lýðræðisins yfir- leitt og um völdin á Miðjarðarhafi. England á sjálfan spánska lykilinn að hinni miklu verzlunar- og hafskipa- leið Miðjarðarhafsins, Gíbraltar. Samgöngur Frakk- lands við nýlendur sínar á norðurströnd Afríku eru fram með ströndum Spánar og Baleareyjanna, sem nú eru í höndum ítala, sem geta skotið í kaf hverja franska kænu, er leggur frá suðurströnd Frakklands. Ef Spánn fellur í hendur óvina Englands og Frakklands, þá er höggvið á líftaug beggja þessara stórvelda. Maður skyldi því ætla, að þessi ríki gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til þess að afstýra slíkum voða. Þannig hugsar að minnsta kosti maðurinn, sem fengið hefir einhverja til- sögn í almennri landafræði. En þannig hugsa ekki hin- ir spöku feður hinna vestrænu lýðræðisríkja. Þeir sjá rjúkandi rústir Spánar, brunnar borgir, eyðilagðar verksmiðjur. Þetta eru handavark fasistanna, í þessu lýsir sér hinn skapandi máttur fasismans. Þeir geta aðeins rifað niður og breytt byggðum í flag. Til upp- 72

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.