Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 43

Réttur - 01.03.1939, Side 43
sínar ástæður, sem við verðum að g’era okkur grein íyrir. Grundvalarorsökin er sú, að menn hafa fengið alveg rangar hugmyndir um hugtakið: stéttarflokkur, og þeir flokkarnir, sem nú hafa stjórn ríkisins í sínum hönd- um bera þar á höfuðábyrgð. Báðir telja þeir sig stéttar- flokka, en hvorugur gegnir því hlutverki, nema að sára- litlu leyti og fer það síminnkandi. Þeir hafa báðir átt tilveru sína og gengi því að þakka, að þeir hafa gefið út heróp til íslenzku alþýðunnar um að skipa sér í stétt- arlega flokka, til þess að gæta hagsmuna sinna og taka völd ríkisins í sínar hendur. En í stað þess að mynda raunverulega stéttarflokka, sem taka að sér það hlut- verk að starfa fyrir stéttina, fara með umboð hennar, berjast fyrir vilja hennar og samþykktum, þá er stofn- uð nokkurskonar flokkastétt. Það kemur fram á sviðið nýr hópur manna, sem leggur til samkeppni við ríkj- andi stétt um arðinn af stéttarráninu, verður smám- saman rótgróinn hluti yfirstéttarinnar, stendur í bar- áttu innan hennar, samkvæmt lögmálum hagsmuna- mótsetninganna, sem alltaf eiga sér stað innan allra yfirstétta, en tengist henni um leið æ nánari böndum, og með vaxandi þróun leiðir það loks til sameiginlegra ráðstafana gegn frelsisbaráttu hinna undirokuðu. í aug- um þeirrar alþýðu, sem lítinn skilning hefir á þjóðfé- lagslögmálunum, þýðir stéttarflokkur því pólitískur flokkur, sem hefir það eitt hlutverk að ala á stéttarríg, til að skara eld að köku foringja sinna, koma þeim í háar stöður, afla þeim fjár og frama, og fé til þess er tekið með embættaveitingum, sem greiddar eru af a!- mannafé. Nú er það óumdeilanlegt, að báðir þessir flokkar hafa ýmislegt afrekað fyrir bænda- og verka- mannastéttina, en af því að þeir eru ekki raunveru- legir stéttaflokkar, þá dregur úr þeim afrekum og bar- áttu þeirra fyrir hagsbótum til þessara stétta um leið og erfiðleikarnir vaxa og þeirra gerist enn brýnni þörf. — Starfshættir þeirra hafa líka löngum borið vitni 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.