Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 1

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 1
ÞESSI FYRSTI árgangur hins nýja Réttar hefur orðið síðbúnari en til var ætlast, en reynt verður að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Meðal þeirra greina í þessu hefti, sem vér viljum vekja sérstaka athygli á, er grein ÖDDU BÁRU SIGFÚSDÓTTUR um almannatryggingamar, sér- staklega um rétt barna í þjóðfélaginu og um nauðsyn umbóta á því sviði. ÁTÖK fara nú öll harðnandi, heima sem erlendis, og munu tvö fyrstu hefti næsta árgangs sérstaklega helguð þeim, annarsvegar baráttunni gegn yfir- drottnunarstefnu bandaríska auðvaldsins, hinsvegar stórharðnandi stétta- átökum hér heima. RÉTTI hefur verið vel tekið í hinum nýja búningi og allmargir áskrifendur bætzt. En betur má ef duga skal. Það eru vinsamleg tilmæli til áskrifenda Réttar að þeir reyni að afla honurn nýrra áskrifenda og verður áskrifenda- miði látinn fylgja með þessu hefti. Fá nýir áskrifendur þennan árgang ókeypis.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.