Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 32

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 32
leiðin til þess er að skapa vígreifa einingu allrar alþýðu“. Hrammur Bandaríkjanna liggur yfir Kól- umbíu. Bandaríski herinn er að kenna her ríkisstjórnarinnar aðferðirnar í stríði við skæruliða. Aðalóvinur kólumbíska hersins er nú orðið fólk Kólumbíu sjálft. Helmingur alls ríkishersins hefur verið sendur gegn skæru- liðum, — um 25.000 hermenn, er nota þyrlur til að komast á staðina. Bardagar hafa hvað eftir annað orðið all- harðir. Ríkisherinn hefur oft gripið til þess að neyða bændur til þess að flytja burt úr sveitum sínum, auk þess sem bændum hefur verið safnað saman svo þúsundum skiftir í brakka og reynt að pína þá þar til sagna. Ríkisstjórnin hefur í æ ríkara mæli gripið til harðstjórnar í borgunum. Á meðal um þúsund manna, sem fangelsaðir voru, var Gil- berto Vieira, aðalritari Kommúnistaflokksins. En engar ofsóknir megna að buga kjark byltingarmanna. Þeir hagnýta hverja glufu og sprungu í liði óvinanna. Og þeir reyna að sameina alla byltingarmenn í eina fylkingu. Við hlið FARC eru starfandi önnur skæru- liðasamtök, er nefnast ELN (þjóðfrelsisher- inn). Hefur FARC eindregið skorað á þá að koma á samvinnu við sig, svo þessar tvær fylkingar samræmi aðgerðir sínar. „Við bylt- ingarmenn verðum að sameinast og við trúum því ekki að sameining þýði undirgefni annars undir hinn“, — segir FARC í áskorun sinni. — Enn hefur þessi eining ekki tekist. En baráttan heldur áfram og FARC beitir sér fyrir því við hliðina á hernaðaraðgerðun- um að leysa hin félagslegu vandamál bænda. En það er ljóst að skæruhernaðurinn er orð- inn einn höfuðþáttur í valdatöku alþýðunnar í Kólumbíu. 212 j

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.