Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 27

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 27
FRANZ Á. GÍSLASON SPÁNSKREYRSTEFNAN FYRRI HLUTI: HIN ÓFULLNAÐA BYLTING í RÓMÖNSKU AMERÍKU I Ef við lítum á sögu Ameríku verður Ijóst að hugtökin Pax Romana og Pax Americana eru jafnskyld og tréð rótinni. Munurinn á ,.friðunar“-stjórnlist Rómverja og Bandaríkja- manna er ekki eðlismunur, heldur stigsmunur. „Friðunar“-tækni heimsveldanna hefur að sjálfsögðu fleygt fram á þessum tæpum tvö þúsund árum. Á s.l. hausti voru liðin 475 ár síðan „Róm- Nœsta hejti Rétlar verSur jyrst og jremst helgaS „Pax Americana“, yfirdrotlnunar- hyggju BandaríkjaauSvaldsins yfir heims- hyggSinni. Birtist hér jyrri hluti greinar um Bandaríldn og Rómönsku Ameríku, en síSari hlutinn verSur í nœsta hejti. verjinn" Kristófer Kólumbus steig fæti á eyna Guanahani skammt undan strönd Flórídaskag- ans og opnaði þar með hlið Nýja heimsins — Ameríku — fyrir þeim Gamla — Evrópu. Það vantar sem sé 25 ár upp á að 500 ár séu liðin síðan arftakar rómverska nýlenduveldisins — Spánverjar, Portúgalar, Englendingar og Frakkar — brutu undir sig Ameríku. Land- náminu fylgdi einhver stórhrikalegasta „frið- unar“-aðgerð allra tíma: frumbyggjarnir, — indíánaþjóðir, sumar á háu menningarstigi, en nyrzt í N-Ameríku eskimóar —, voru ýmist flæmdir burt, drepnir eða hnepptir í þrældóm, en eigum þeirra rænt. Afdrif hinna evrópsku nýlenda í Ameríku urðu sem kunnugt er ærið ólík. í nýlendum Englendinga og Frakka, þ. e. N-Ameríku að landamærum Mexíkó, urðu engilsaxnesku á- hrifin fljótt yfirsterkari. Þetta svæði kallast

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.