Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 38
samræma aögeröir sínar til að skapa þar lýS-
ræði. Flokkurinn kvaðst algerlega andvígur
því að setja upp konungsstjórn að þjóðinni
forspurðri. Iiinsvegar kvaðst flokkurinn ekki
setja skilyrði um fulltrúa í þeirri bráðabirgða-
stjórn, sem komið væri á til undirbúnings
kosninga til stj órnlagaþings.
Samstarf kommúnista og kaþólskra manna
gegn fasistastjórn Francos færist nú mjög í
vöxt.
ÚR ÆFINTÝRI
RYLTINGARINNAR
„En til ríkis kominn kannske
karlssonnr úr Garðsliorninn?"
Stephan G.: „Bolséviki".
Það var einu sinni . . . ánauðugur bóndi
austur í Garðaríki. Hann átti fjórtán börn,
fimm lifðu af. Ánauðin var afnumin, en bónd-
inn var jafn fátækur. Hann var ólæs og óskrif-
andi alla sína æfi.
Einn sona hans varð trésmiður. Hann var
einnig fátækur, lærði aldrei að lesa né skrifa,
fluttist 1908 til Baku. Hann eignaðist átta
börn, fimm lifðu fátæktina af.
Elzti sonur trésmiðsins heitir Wassili Jem-
eljanow. Hann er fæddur 1901. Sem barn var
hann kúasmali og hjálpaði til á akrinum. —
I Baku vann hann við olíu á sumrin, frá tólf
ára aldri, til þess að geta gengið í skóla, en það
kostaði 100 rúblur á ári. Og faðirinn fékk að-
eins eina rúblu á dag fyrir 12 tíma vinnu.
Sonurinn fékk 12 ára gamall 12 rúblur á mán-
uði fyrir 12 tíma vinnu á dag.
Bylting alþýðunnar bófst 1917. Borgara-
styrjöldin kom á eftir, 1918. Wassili og yngri
bróðirinn fóru með föðurnum í Rauða ber-
inn. Seytján ára gamall barðist Wassili við
hlið föður síns, en gagnbyltingin sigraði og
hvíta ógnarstjórnin hófst. — Wassili gerðist
símaverkamaður. Daglega sá hann grimmdar-
Unglingar bera olíu í Baku um aldamótin.
218