Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 36

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 36
ERLEND /f^\ VÍÐSJÁ iiliSM DÖNSKU SPORIN Danski verkalýðurinn hafði í nóvember 1966 unnið hreinan meirihluta í danska ríkis- þinginu. Hlutfallstölur verklýðsflokkanna voru þá þessar: Sósíaldemókratar 38,3% Sósíalistíski alþýðufl. (S. F.) 10,9% Kommúnistaflokkurinn 0,8%. Verkalýðurinn danski hefur eðlilega búist við að þessu valdi, er hann veitti flokkum sín- um, yrði ótvírætt og hiklaust beitt í hans þágu. En valdamönnunum auðnaðist ekki aðhalda rétt á því valdi, er verkafólkið fékk þeim. Hinn voldugi sósíaldemókrataflokkur var alltof íhaldssamur og smátækur í umhótamál- um, þegar til samninga kom við SF-flokkinn. Dönsk blöð gefa í skyn að Hækkerup, annar aðalleiðtogi flokksins, hafi heinlínis frá upp- hafi að því stefnt að eyðileggja SF-flokkinn með því að gera honum samstarfið sem erfið- ast hvað málefni snertir, svo hann eyðilegði sig á samvinnunni við sósíaldemókrata. (Við þekkjum slíka aðferð hér heima gagnvart Al- þýðuflokknum 1934—37, og Alþýðubandalag- inu 1956—58). Og róttækari vinstri sósíalistar í Danmörku, — sem í desember 1967 mynduðu flokk vinstri sósíalista, — bera Axel Larsen, hinum dug- mikla formanni SF, það á brýn að hann hafi 216 verið um of sveigjanlegurgagnvartsósíaldemó- krötum, en að sama skapi tillitslaus og yfir- gangssamur gagnvart eigin flokksstjórn. Svo fór að stjórn sósíaldemókrata féll á þessu ósamkomulagi. Nýjar þingkosningar fóru fram í janúar 1968. Verklýðsmeirihlutinn glataðist. Sósíaldemó- kratar eru komnir niður í 34,2%, úr 41,9%, sem þeir höfðu 1964, — og út úr ríkisstjórn eftir 14 ára samfleyta stjórnarsetu. Vinstri sósíalistar í Danmörku eru nú í þrem flokkum með eftirfarandi hlutfallstölum: S. F. 6,1% Vinstri sósíalistar 2% Kommúnistaflokkurinn 1%. Samanlagt er nú hlutfallstala þeirra 9,1%, en var 1966 11,7%. Áður höfðu allir verk- lýðsflokkarnir til samans 50%, nú 43,3%. Er nú illa farið með góða valdaaðstöðu. En það kann aldrei góðri lukku að stýra að sósíaldemókratar séu svo sterkir og ráðrikir sem í Danmörku og embættaðir foringjar þeirra geti sett sig á háan hest gagnvart vinstri öflum sósíalistískrar verklýðshreyfingar. Borgaraflokkarnir hafa nú myndað hreina borgaralega stjórn í Danmörku, — og það er ef til vill þyngsti áfellisdómurinn yfir stjórn sósíaldemókrata: — menn búast ekki við því að hún verði verkalýðnum þyngri í skauti en ríkisstjórn sósíaldemókrata var! — En þó skyldu menn er til lengdar lætur vart treysta slíku, þrátt fyrir allt. i

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.