Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 24

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 24
PRESTES SJÖTUGUR ÞANN 3. JANOAR 1968 VARÐ LUIZ CARLOS PRESTES AÐALRITARI KOMMÚNISTAFLOKKS BRASILÍU SJÖTUGUR. UM NAFN ÞESSA LEIÐ- TOGA ALÞÝÐUNNAR í BRASILÍU STENDUR ÆFINTÝRALJÓMI. HANN OG FLOKKUR HANS EIGA AÐ ÐAKI HINA HETJULEGUSTU SÖGU í LANGRI OG ERFIÐRI FRELISBARÁTTU ALÞÝÐUSTÉTTANNA í SUÐUR-AMERÍKU. Sósíalistaflokkur Brasilíu var stofnaður 1916 og tók 1921 þá ákvörðun að ganga í Alþjóða- samband Kommúnista og hét upp frá því Kommúnistaflokkur Brasilíu. Var Prestes leið- togi hans frá uphafi. Frægastur varð Prestes ög flokkur hans fyrir „herferðina löngu", er þeir fóru á árunum 1924 til 1927 í gegnum frumskóga Brasilíu 25.000 kílómetra leið. Höfðu þeir beðið ósigur í upp- reisn alþýðunnar og björguðu því, sem bjarg- að varð með þessum langa „marsi". Prestes hafði 28. október 1924 leitt hermenn f Rio Grande do Sul til uppreisnar gegn afturhalds- stjóminni. Ferðin á eftir frá suðri til norðurs gegnum endilanga Brasilíu tók 2'A ár, hennl lauk í febrúar 1927. Heimskreppan 1929 hafði ægileg áhrif í Bras- ilíu. Stéttamótsetningamar hörðnuðu. Getulio 204 Vargas braust þá til valda, hafði m. a. hagnýtt sér í lýðskrumsaugnamiði vígorð Kommúnista- flokksins gegn heimsvaldastefnunni. Vargas bauð Prestes að verða hermálaráðherra sinn, en Prestes neitaði. Stjóm Vargas tók að þróast í átt til harðstjórnar. Undir forystu Prestes tókst 1935 að mynda víðfeðma þjóðfylkingu kommúnista, sósíalista, stúdenta, verkamanna o. fl. Brátt kom til verk- falla. Hluti af hernum gekk í lið með verkfalls- mönnum. Það kom til borgarastyrjaldar. Verka- menn höfðu stóra hluta landsins á valdi sínu. En Vargas tókst að sigra þá 1936 og hófst nú hin versta ofsókn. Hundruð verkamanna voru drepnir. Þúsundir voru pyndaðir. Prestes var dæmdur í 16 ára fangelsi — og síðar var bætt við 30 ára fangelsisdómi. Og meðan hann sat í fangelsinu, var kona hans

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.