Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 44

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 44
leiðtogum Kommúnistaflokks Kan- ada, ritar um áhrif byltingarhug- sjónanna. Þvínæst koma ræður og greinar frá júní-ráðstefnunni í Prag. Eru þessir höfundar m. a.: Boris Ponomarjov, ritari Komm- únistaflokks Sovétríkjanna: „Októ- berbyltingin, upphaf tímabils sósíal- ismans og kommúnismans." R. Palme Dutt, hinn kunni for- ystumaður enska Kommúnistaflokks- ins: 50 ára almenn kreppa kapí- talismans. Ib Nörlund, danski kommúnista- leiðtoginn: Leið þróaðra auðvalds- landa til sósíalismans. Madera Keita, einn af alþýðufor- ingjum Malí-lýðveldisins: „Stór- fenglegasti atburður tímabilsins". Amilcar Cabral, aðalritari afrí- kanska sjálfstæðisflokksins í „Portú- gölsku“ Guineu og Kap Verdeeyj- um. Til þess að minnast aldarafmælis hins sígilda höfuðrits Karls Marx „Das Kapital“, var haldin ráðstefna í Berlín í september 1967. Voru þar fluttar ýmsar merkar ræður. Meðal þeirra er þar töluðu var Tran Quang Huy, einn af forystumönnum al- þýðuflokksins í Norður-Víetnam. Er ræða hans birt í þessu hefti undir heitinu: „Víctnam berst jyrir sósíal- isma“. Að lokum ritar Art Shields fagra og ýtarlega minningargrein um John Reed, bók hans: „10 dagar, sem skelfdu heiminn" og haráttu hans alla. World Marxist Review. IV. 12. hefti. 1967. — Prag f þessu hefti segir frá samanköll- un umræðufundar ýmissa kommún- istaflokka og annarra verklýðs- flokka, sem hefjast skal í Búdapest 224 26. febrúar 1968. — Þvínæst er grein um alþjóðlegt gildi minning- arhátíðarinnar um 50 ára afmæli byltingarinnar í Rússlandi. Stejan Jedrychowski, einn af for- ystumönnum pólska Verkamanna- flokksins og forseti áætlunarráðs Póllands, skrifar grein um hið nýja áætlunarkerfi í Póllandi og fram- kvæmd þess. Zisis Zografos, meðlimur í fram- kvæmdanefnd gríska Kommúnista- flokksins, ritar um baráttuna gegn herforingjastjórninni í Grikklandi. — Þá eru greinar um haráttuna fyrir frjálsri starfsemi gríska komm- únistaflokksins og um erfiðleika verklýðshreyfingarinnar í Bretlandi. Þá kemur mjög eftirtektarverð grein um lýðveldið Guinea á 10. ári þess. En í því landi hefur alþýða manna undir róttækri forustu gert nokkra tilraun til að feta sig fram til sósíalisma úr frumstæðum þjóðfé- lagsháttum. „Hvert jtróast kapítalismi nútím- ans“ — er efni, sem var til umræðu á alþjóðafundi, sem ritstjórn tíma- ritsins gekkst fyrir í Prag 25. og 26. október 1967 í tilefni af 100 ára afmæli „Auðmagnsins" eftir Karl Marx og 50 ára afmælis „Imperíal- ismans" eftir Lenin. Franzow, rit- stjóri tímaritsins, hóf umræðurnar með stuttri ræðu um marxismann og nútímann. Tóku margir þátt í þessum fundi og lögðu þar margt til málanna. William Kashtan, aðalritari kommúnistaflokks Kanada, ritar um nýja stefnuskrá, sem kommúnista- flokkurinn í Kanada vinnur nú að. Þá er sagt frá kosningasigri sviss- neskra kommúnista. í Genf-fylki (,,Kanton“) fengu þeir fimmtung allra atkvæða, og í Neuchatel-fylki 19%. Og í allsherjarþingi Sviss fengu þeir nú 5 fulltrúa í stað fjögra áður og þar með aðstöðu til að eiga fulltrúa í öllum nefndum. Búlgarskir og japanskir kommún- istar skrifa um reynslu sína og starfsemi. Monika Warnenska, pólsk kona og rithöfundur góður, skrifar ágæta grein um hetjubaráttu alþýðunnar í Víetnam. Monika fór f þriðja sinn þangað í janúar 1967 og ferðaðist um 7500 kílómetra leið, -— allt frá Dien Bien Phu til „hlutlausa" belt- isins við 17. breiddargráðu, en inn í það svæði fór hún og hafa fáir fréttaritarar frá Evrópu komið þar. Jesus Faria, aðalritari kommún- istaflokksins í Venezuela, ritar um sögu og haráttu flokksins í 30 ár, en í ágúst 1967 voru liðin 30 ár frá stofnun flokksins. Lýsir hann hinni löngu og hörðu baráttu, sem flokk- urinn og alþýðan hafa orðið að heyja allan þennan tíma. Þá er sagt frá vísindalegum ráð- stefnum, sem haldnar voru í sept- ember til október 1967: í Berlín vegna aldarafmælis „Auðmagnsins“, — í París um efnið „Októberbylt- ingin og Frakkland“, var sú ráð- stefna í Maurice-Thorez-stofnuninni, vísindastofnun franska kommúnista- flokksins, — og í Baku um Október- byltinguna og þjóðfrelsishreyfingar Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku. Þá minnist Ramiro Otero, mið- stjórnarmaður í kommúnistaflokki Bólivíu, ýmissa þeirra hetja, er féllu við hlið Che Guevara eða í sams- konar baráttu og liann þar í Bóli- víu. Að síðustu er frásögn um bók, sem út kom s.l. haust á rússnesku um „Hinn mikla október og bylt- ingarþróunina“. Rita hana Suslow, einn helzti forysliimaður kommún- istaflokks Sovétríkjanna, Waldeck Rochet, aðalritari franska flokksins, Tim Buck, aðalritari kanadiska flokksins, Dolores Ibarurri, formað- ur spánska flokksins og Gus Hall, aðalritari kommúnistaflokks Banda- ríkjanna.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.