Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 29
III
„Margir harðstjórar munu rísa á gröf
minni“, er haft eftir Símon Bolívar, og virðist
sú spá hafa rækilega sannazt. A rústum hinnar
ófullnuðu byltingar reis hið sérkennilega róm-
ansk-ameríska einræðisform: kádiljóisminn
(caudilloismo).
Hinir hvítu landnemar og afkomendur
þeirra, kreólarnir, höfðu sölsað undir sig gíf-
urleg landflæmi. Þessar stórlendur (latifun-
dias) fengust með því að ræna löndum Indí-
ánanna, sem stöðugt þrengdi að, svo að þeir
neyddust til að draga fram lífið á æ smærri
jarðarskikum (minifundios) eða sem dag-
launamenn. Og er hér komið að því skeri sem
fullkomnun hinnar borgaralegu kapítalísku
byltingar í Rómönsku Ameríku æ síðan hefur
strandað á: hinni hrikalegu óleysanlegu and-
stæðu milli latifundias og minifundias, milli
fámenns hóps vellríkra stórjarðeigenda og yf-
irþyrmandi fjölda blásnauðra kotbænda. Árið
1961 var talið að 10% allra landeigenda í
Rómönsku Ameríku ættu 90% alls nytjalands.
Býli undir 20 ha. að stærð töldust vera 72,6%
af heildartölu bújarða, en samanlögð stærð
þeirra nam aðeins 3,7% alls nytjalandsins.
Hins vegar náðu býli 1000 ha. og stærri yfir
64,9% alls nytjalands, en tala þeirra nam að-
eins 1,5% af heildartölu bújarða.
Krafan um fullkomnun hinnar borgaralegu
kapítalísku byltingar í Rómönsku Ameríku
hefur því fyrst og fremst verið krafa kotbænd-
anna um land. Það hefur haft margvíslegar
og hörmulegar afleiðingar að þessi krafa hef-
ur nær alltaf verið sniðgengin ellegar kæfð í
blóði. En á þessu fyrirkomulagi hefur hinn
pólitíski bastarður nærzt, þetta vanskapaða af-
kvæmi aflóga lénsveldis og kryppuvaxins kapí-
talisma, sem einkennt hefur rómansk-ameríska
sögu: kádiljóisminn. Einræðisherrarnir, kád-
iljóarnir (caudillos) hafa nær undantekning-
arlaust komið úr röðum stórjarðeigenda og
verið eindregnir fulltrúar stéttarhagsmuna
þeirra. Samfara hröðum vexti borganna og
hægfara iðnvæðingu þar neyddust þeir að vísu
einatt til að gera einskonar málamiðlun við
hina nýríku borgarastétt, þannig að borgirnar
fengu allverulegt sjálfsforræði. Á síðari tím-
um hefur herinn gegnt æ þýðingarmeira hlut-
verki við að halda einræðisstjórnunum í sessi.
Þessar breytingar, ásamt öðrum, sem ekki er
rúm til að rekja hér (t. d. ólík þróun einstakra
ríkja) leiddu auðvitað til ýmissa ytri breyt-
inga á þjóðfélagsgerðinni og stjórnarfarinu.
En í grundvallaratriðum hefur fátt breytzt.
Höfuðandstæður stjórnmála- og efnahagslífs-
ins hafa ekki verið leystar. Því er meir en
vafasamt hvort kádiljóisminn er sagnfræðilega
úrelt hugtak.
IV
Afleiðingar hins óaffarasæla samkrulls
lénskra búnaðarhátta og ófullburða kapítal-
isma í Rómönsku Ameríku hafa einkum verið
þessar: 1) Misskipting landsins hefur heft
eðlilegar og tímabærar framfarir atvinnuveg-
anna. Hvað landbúnaðinum viðvíkur, þá hafa
kotbændur ekki haft bolmagn til að vélvæða
hann. Oðalsbændur, á hinn bóginn, hafa eng-
an áhuga haft á því (með örfáum undantekn-
ingum). Hinar ómælisvíðu lendur ásamt arð-
inum af ódýru vinnuafli (fyrst í stað afrískra
þræla, síðar mestmegnis leiguliða og dag-
launamanna á smánarlaunum) liafa tryggt
þeim ríkmannlegt líferni. Einokun þeirra á
jörðinni hefur svo aftur leitt til þess að veru-
legur hluti nytjalandsins hefur verið lítið eða
alls ekki nytjað; ellegar óðalseigendur hafa
nytjað jörðina eingöngu í þágu sérliagsmuna
sinna, sem ekki hafa ætíð átt samleið með
þjóðarhagsmunum. En ofurvald stórjarðeig-
andanna hefur líka hindrað þróun annarra at-
vinnuvega: sem höfuðframleiðendur útflutn-
ingsvara hafa þeir lengstaf haft tögl og hagldir
í utanríkisverzlun hinna einstöku ríkja. Það,
ásamt fleiru, hefur hindrað borgarastéttina í
að komast til þeirra bjargálna, sem þarf til að
209