Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 14
ekki við, en tvöfaldar bætur ef barn er munað-
arlaust.
Vanmatið á verðgildi þeirra starfa, sem
unnin eru á heimilum skín út úr þeim grein-
um laganna, sem fjalla um það, hvenær trygg-
ingaráð megi fallast á að greiða barnalífeyri,
ef starfsorku móðurinnar nýtur ekki við.
Þar er sagt að greiða megi hjónum „allt að
fullum barnalífeyri“ (kr. 1.344,00 á mánuði),
ef þau „verði fyrir tilfinnanlegum tekjumissi
eða útgjaldaaukningu sökum örorku eiginkon-
unnar“. Ennfremur má sýna ekkjumanni
sömu rausn, „ef fráfall eiginkonu veldur til-
finnanlegri röskun á afkomu hans“. Ennfrem-
ur má greiða lífeyri, ef einstæð móðir er ör-
yrki. Lögin gera því greinilega skóna að vel
geti verið, að framlag móðurinnar til fram-
færzlu barnanna sé svo lítið, að það þurfi ekki
að valda neinni tilfinnanlegri röskun á afkomu
heimilisins að hún verði öryrki eða falli frá.
Og tryggingaráð mun samkvæmt anda þessar-
ar lagagreinar hafa sett sér þær starfsreglur,
að ekki skuli greiða neinar bætur ef tekjulaus
húsmóðir hefur látið eftir sig eitt eða tvö börn.
Þá hafi vinnuframlag hennar ekki verið bót-
anna vert. Hafi börnin hins vegar verið fleiri,
álítur ráðið réttmætt að greiða barnalífeyri
með þeim börnum, sem eru umfram tvö. Þ. e.
a. s. 1344 kr. með þremur börnum og 2688
með fjórum.
Þessi smásálarskapur laganna og trygginga-
ráðs í greiðslum bóta vegna dauða eða örorku
húsmóður verður næsta óskiljanlegur, þegar
að því er gætt að við greiðslu lífeyrisbóta
almennt er ekki lengur tekið tillit til fjárhags
bótaþega. Það er ekki spurt um fjárhag eða
aðstæður 67 ára manns, áður en honum eru
greidd ellilaun, og það er ekki spurt um fjár-
hag ekkju, áður en henni er greiddur barna-
lífeyrir. Aðeins ekkjumaðurinn á undir heim-
ildarákvæði að sækja. Menn reyna stundum
að réttlæta þetta með því að benda á, að karl-
menn ganga yfirleitt að mun betri kostum á
vinnumarkaðinum en konur. Það er að visu
rétt, en hinu er þá jafnframt gleymt að ein-
stæður faðir þarf venjulega á mun meiri utan-
194
aðkomandi hjálp að halda til þess að geta
haldið heimili fyrir hörn sín.
Það getur oft verið fróðlegt að bera sig
saman við granna sína, og sé litið í norræn
tryggingalög kemur í ljós að í þessu atriði
eru Danir einir jafn gamaldags og við. Þeir
líta greinilega á föðurinn einan sem framfær-
anda barnanna og greiða því aðeins bætur
eftir hann. Norsku og sænsku lögin eru hins
vegar komin í nútímahorf og fyrirskipa
greiðslu lífeyris með barni, ef annað foreldr-
anna er látið, hvort þeirra sem það er. Sé
barn munaðarlaust greiða Norðmenn tvöfald-
an lífeyri með því, en Svíar hækka greiðsluna
aðeins um 40%, þegar svo stendur á.
Samkvæmt tryggingalögum er ekkju greidd-
ur barnalífeyrir, en það eru ekki einvörðungu
ekkjur, sem eru einstæðar mæður. Hinar eru
ófáar og ekki betur settar, sem annað hvort
hafa ekki gifst eða standa einar uppi með
hörn eftir að slitnað hefur upp úr hjónabandi.
Um þær segja lögin, að fái þær úrskurð yfir-
valds um meðlag með börnum sínum geti þær
snúið sér til Tryggingastofnunarinnar og feng-
ið meðlagið greitt, en Tryggingastofnuninni
her síðan að innheimta meðlagið hjá barns-
föður. Takist það ekki á stofnunin kröfurétt á
framfærslusveit hans.
Það meðlag, sem stofnunin hefur milligöngu
um að greiða, má þó aldrei vera hærra en sá
lífeyrir, sem stofnunin greiðir af eigin fé með
hörnum látins föður eða öryrkja. Upphæð
harnalífeyrisins er því mikið hagsmunamál
allra einstæðra mæðra og barna þeirra, og
hefur verið mikið deiluefni í 20 ár.
Þegar tryggingalögin voru fyrst sett árið
1946 var ákveðið að lífeyrir fullorðins fólks
(gamalmenna og öryrkja) skyldi vera kr. 1200
á ári, en barnalífeyrir kr. 800 eða % af lífeyri
fullorðinna. Einstæðar mæður áttu þá mjög
skelegga talsmenn, ekki sízt Laufeyju Valdi-
marsdóltur, sem þekkli mjög vel vanda þeirra
vegna starfa sinna fyrir mæðrastyrksnefndina
í Reykjavík, og það tókst að telja löggjafann
á, að minna en 800 kr. mætti framlagið ekki
vera, ef það a;tti að vera hjálp, sem um gæti