Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 33

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 33
MARCELINO DOSSANTOS BYLTINGAR HORFUR í MÓSAMBÍK Byltingarhreyfingin í Mósambík fer vax- andi. ÞaS örvar þá hreyfingu hve öllum bylt- ingaröflum í heiminum hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu hálfa öld, síðan bylting verka- lýðsins i Rússlandi 7. nóv. 1917 vísaði al- þýðustéttunum veginn. Þann 25. september 1964 urðu liin miklu þáttaskil í frelsisbaráttu alþýðunnar í Mósam- bík gegn portúgölsku nýlendukúgurunum. Fram að þeim tíma unnu frelsissinnar að því að upplýsa fólkið, koma upp pólitískum fé- lögum og skipuleggja stuðning við skærulið- ana, er hafið höfðu vopnaða baráttu, en voru enn fámennir. í júní 1962 var frelsisfylkingin FRELIMO mynduð með sameiningu þeirra þjóðfrelsis- hreyfinga, er fyrir voru. Og 25. september 1964 var látið til skarar skríða og uppreisn hafin. í árslok 1966 réð FRELIMO (Frente de Libertacao de Mocambique) yfir fjórðungi landsins, — en landið er tæpir 800 þús. fer- km. — með 800 þúsund íbúum, en það er níundi hluti þjóðarinnar. Nú liggur það verkefni fyrir að breiða frels- isstríðið út til allra hluta landsins. A hinum frelsuðu landsvæðum er aðalvið- fangsefnið að efla framfarir í landbúnaði, handiðnaði og iðnaði, útrýma ólæsi og efla menntun, þróa verzlun og almenna heilbrigð- isþjónustu. Verkefni frelsisfylkingarinnar eru því orðin miklu margþættari og sízt bundin við frelsis- stríðið eitt og stjórnmálastarfið. Það þurfti að fullnægja þörfum fólks á frelsuðu svæð- unum, jafnvel salt og sápu skorti þar. Öflun fæðu og klæða varð því verkefni, sem frelsis- fylkingin varð að gefa sig að. Og nú hrúgast þessi verkefni upp í æ ríkara mæli. Alþýðan, sem nú heyr frelsisbaráttuna gegn nýlenduhernum í Portúgal, er bjartsýn um árangurinn. Það er mikið sem áunnizt hefur á skömmum tíma. Og því hafa ættjarðarvinir í Mósambík bjargfasta trú á að hrátt takist þeim að veita kúgurunum og fasistaher þeirra þung högg. 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.