Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 26
urinn 600.000 atkv. eða um 10% allra greiddra
atkvæða, — 14 þingmenn á þjóðþingið og einn
í öldungadeildina, Prestes. En íhaldið vann
samt. Við bæjarstjórnarkosningar í janúar 1946
fengu kommúnistar 800.000 atkvæði. Ríkisstjór-
inn í Sao Paulo var kosinn með atkvæðum
kommúnista. í höfuðborg Brasilíu, Rio de Jan-
eiro, urðu kfommúnistar stærsti flokkurinn,
fengu 18 af 50 bæjarstjórnarmönnum.
Afturhaldið sá nú hvað verða vildi, ef lýð-
ræði héldist: í maí 1947 var gripið til harð-
stjórnarínnar á ný og Kommúnistaflokkurinn
bannaður. Bandarlkjastjóm var þá að hefja
kalda stríðið — og eftir höfðinu dönsuðu lim-
irnir. Brasilía komst æ meir í helgreipar banda-
rísku auðhringanna og að sama skapi voru of-
sóknimar hertar: Verklýðsfélögin bönnuð,
fangelsanir frjálslyndra, árásir á fundi, blöð
og verkföll bönnuð o. s. frv.
Það var heitið 50.000 dollurum fyrir að ná
Prestes, dauðum eða lifandi. Það var höfðað
mál gegn honum og 17 öðrum meðlimum mið-
stjómar flokksins. En þrátt fyrir allar ofsóknir,
hélt Kommúnistaflokkurinn áfram að starfa í
banni laganna. Það voru yfir 40.000 manns í
flokknum 1950. Hann gaf út meir en tuttugu
blöð á laun. Og harðstjórunum tókst ekki að
fanga Prestes.
Og þannig heldur sagan áfram:
Undir friðsamlegum kringumstæðum verður
Kommúnistaflokkurinn undir forystu Prestes æ
aftur eitt sterkasta afl í Brasilíu. — Og þá gríp-
ur afturhaldið og her þess — með samþykki
Bandaríkjanna — til harðstjómar. Þannig fór
og eftir friðsamlegt millibil í apríl 1964 að her-
foringjaklíka tók völdin, steypti lýðræðislegri
stjóm og bannaði 27. okt. 1965 alla flokka lands-
ins. Enn einu sinni er Prestes ákærður og
dæmdur, — fjarverandi — 7. júní 1966 í 14 ára
fangelsi. — En afturhaldið nær ekki Prestes. Á
laun vinnur hann og flokkur hans áfram að
sigri þess málstaðar, sem Prestes hefur barist
fyrir allt sitt líf: sigri alþýðunnar og sósíalism-
ans.
Manni koma í hug, er hugsað er um ævi
þessa glæsilega leiðtoga, orð Karls Liebknecht
í ,,Rote Fahne", daginn, sem hann var myrtur
15. janúar 1919:
„Himinhátt rísa öldur atburðanna — við er-
um því vanir að oss sé þeytt frá tindinum nið-
ur í djúpið. En skip vort heldur stefnu sinni fast
og stolt fram að takmarkinu.
Og hvort sem við þá lifum eða ekki, þegar
því marki er náð — lifa mun stefna vor. Hún
mun ráða í heimi frelsaðs mannkyns. Þrátt
fyrir allt!"
206