Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 25

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 25
Olga Benario-Prestes ofurseld þýzku nazistun- um. Prestes hafði gifzt henni í Moskvu 1935. Hún var fædd 1908 í Munchen og var stúdent. Hóf snemma þátttöku í sósíalistisku hreyfingunni og var fulltrúi þýzka kommúnistiska æskulýðs- sambandsins á heimsþinginu í Moskvu 1928. Eftir valdatöku Hitlers flúði hún til Sovétríkj- anna. Hún fór með manni sínum til Brasilíu 1935 og var svo, sem fyrr segir, tekin föst þar síðar og framseld þýzku nazistunum. Barn hennar og Prestes fæddist í kvennafangelsinu í Barnimstrasze í Berlín. Eftir langa baráttu tókst móður Prestes að bjarga því barni, er það var orðið 14 mánaða. — Olga var flutt í hinar al- ræmdu kvennafangabúðir í Ravensbruck. Hún ávann sér þar sem trúnaðarmaður Gyðinga- fanga í bragga þeim, er hún var í, ást og virð- ingu allra pólitísku fanganna fyrir hugprýði Olga Benario Prestes Luiz Prestes sína. í ársbyrjun 1942 var henni ásamt fjöl- mörgum þjáningafélögum skipað af stað í „ferðalag". í apríl 1942 var hún myrt með gasi í útrýmingarstofnuninni í Bernburg. Prestes sat í dýflissum harðstjóranna í Bras- ilíu meðan nazistar myrtu konu hans. Er naz- isminn var fallinn, óx lýðhreyfingunni í Bras- ilíu aftur fiskur um hrygg. Alþýðan knúði það fram að Prestes var látinn laus eftir að hafa verið innilokaður aleinn í fangelsisklefa í 9 ár. Alþýðan fagnaði honum frjálsum á ótal fjöldafundum. Á sumum fjöldafundunum voru allt að 500 þúsund manns. Á einu ári óx Kommúnistaflokkurinn úr fámennu leynifélagi í 150.000 manna flokk, er gaf út sjö dagblöð. Verklýðsfélögin uxu hratt undir forystu Komm- únistaflokksins. Meðlimir þeirra urðu brátt ein og hálf milljón. í þingkosningum í nóvember 1945 fékk flokk- 205

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.