Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 21
sömu vörur til Vestur-Þýzkalands. Við þurf-
um að greiða Vestur-Þjóðverjum ákveðinn
innflutningstoll, en Hollendingar ekki.
I viðskiptum okkar við þjóðir bandalag-
anna berum við því minna úr bítum en ef við
værum aðilar að þeim.
En við íslendingar megum ekki einblína á
fjárhagshlið málsins. Á því eru margar aðrar
og þýðingarmiklar hliðar.
Það er hald þess sem þetta ritar að flestum
Islendingum muni koma saman um, að það er
gjörsamlega útilokað fyrir okkur að gerast að-
ilar að EBE. Það gildir einu hvort um aðalað-
ild eða aukaaðild er að ræða. Á þessum tveim
formum er minni munur en almennt er haldið.
Það sýnir reynsla Grikkja.
Með aðild að EBE værum við íslendingar
að opna gáttir fyrir erlendu vinnuafli, erlendu
fjármagni og erlendri þjónustu. t sumum til-
fellum værum við að afhenda erlendum aðila
æðsta vald í löggjöf, í dómsmálum og í stjórn
innlendra málefna. Við værum að samþykkja
að íslenzka ríkið rynni ásamt öðrum ríkjum
inn í eina ríkisheild.
Eins og áður segir er Stokkhólmssamningur-
inn allt annars eðlis en Rómarsamningurinn.
Áður en við íslendingar tökum afstöðu til
EFTA er okkur brýn nauðsyn að gera okkur
nokkra grein fyrir aðdragandanum að stofnun
bandalagsins og hvernig starfsemi þess hefur
verið til þessa.
Það er skemmst að segja, að EFTA er fyrst
og fremst tæki Breta. Bandalagið er stofnað
fyrir frumkvæði þeirra með það fyrir augum
að bandalagsríkin sjö geti sem ein heild mætt
sem sterkust í væntanlegum samningum um
inngöngu í EBE. Innan bandalagsins hafa
Bretar farið sínu fram. Það sést bezt á því,
sem gerðist í október 1964. Þá lögðu þeir 15%
innflutningstoll á fjölmargar vörutegundir.
Var þetta gert alveg fyrirvaralaust og án nokk-
urs samráðs við aðrar ]>jóðir innanEFTA.Hér
var um algjört brot að ræða á Stokkhólms-
samningnum, enda varð uppi mikið fjaðrafok
hjá öðrum aðildarríkjum EFTA og við lá að
bandalagið leystist upp.
Þess var getið hér að framan, að samningur
EFTA-ríkjanna um frjálsan markað nær að-
eins til iðnaðarvara. Um landbúnaðarvörur er
aðeins sagt með almennu orðalagi, að stuðla
beri að aukningu á viðskiptum á slíkum vör-
um milli EFTA-landanna og þá einkum með
tvíhliða samningum milli einstakra ríkja
bandalagsins. Hið sama almenna orðalag gild-
ir og um sjávarajurðir og ættum við íslend-
ingar að gefa því góðan gaum.
í orðræðum þeim, sem fóru fram áður en
gengið var frá samningnum í Stokkhólmi varð
mikill ágreiningur á milli Breta annarsvegar
og Norðmanna hinsvegar varðandi útflutning
hinna síðarnefndu á frystum fiskflökum til
Bretlands. Norðmenn héldu því fram, að þessi
fiskflök skyldu meðhöndluð sem iðnaðarvara,
alveg á sama hátt og niðursoðinn fiskur. M. ö.
o. Norðmenn vildu láta hina væntanlegu lækk-
un og að lokum afnám á tollum og innflutn-
ingshömlum ná til frystra fiskflaka.
Um þetta atriði voru haldnir fundir norskra
og brezkra ráðherra í október 1959. Þessir
fundir urðu árangurslausir. Þáverandi sjávar-
útvegsmálaráðherra Norðmanna, Lysö, lýsti
því þá yfir í norska Stórþinginu, að ef ekki
næðist samkomulag yrðu Norðmenn að end-
urskoða afstöðu sína til væntanlegrar stofnun-
ar EFTA.
Ein mótbára Breta var sú, að Norðmenn
ætluðu sér að auka landhelgi sína í 12 mílur,
en það myndi valda brezkum togaraeigendum
miklu tjóni.
Eftir mikið þóf náðist samkomulag á milli
þjóðanna. Bretar samþykktu að meðhöndla
fryst fiskflök sem iðnaðarvarning, a. m. k.
fyrstu 10 árin frá undirskrift stofnsamnings
EFTA. Þar á móti áskildu Bretar sér, að sam-
eiginlegur innflutningur á þessari vörutegund
frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð mætti ekki
fara yfir 24.000 tonn á ári. Ef farið væri yfir
þetta magn þá áskildu Bretar sér rétt til breyt-
201