Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 23

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 23
innflulningstolla og höft á enn öðrum vöru- tegundum ef talið var nauðsynlegt vegna ó- hagstæðs greiðslujafnaðar eða atvinnuleysis. Ákvæði eru í samningnum um að EFTA- ríkin láti Finna njóta sömu kjara í greiðslu- viðskiptum og þau sjálf njóta — og skyldi þetta ákvæði vera gagnkvæmt. Sérstakt ráð fer með þau mál, sem snerta viðskipti Finnlands og EFTA-landanna. Á- kvarðanir um öll mikilvægustu málin á milli þessara aðila skulu teknar með samhljóða at- kvæðum, Finnar hafa m. ö. o. neitunarvald. l}á er þess að geta, að Finnar geta sagt upp samningnum með eins árs fyrirvara. Þessa er getið hér sérstaklega þar sem að- staða Finna og íslendinga er að mörgu leyti með líkum hætti. Báðar eru þjóðirnar fámenn- ar og framleiðsla þeirra einhæf, sérstaklega okkar íslendinga. Af því leiðir, að báðar þjóð- irnar eru í ríkum mæli háðar erlendum mörk- uðum, Finnar markaði Sovétríkjanna og við markaði í Bandaríkjunum og sósíalistísku löndunum. Hefur þá verið gerð lausleg grein fyrir aðal- atriðunum í stofnsamningunum þrem, Rómar- samningnum, Stokkhólmssamningnum og samningnum milli Finna og EFTA-ríkjanna sjö. Eins og áður segir veldur tilkoma bandalag- anna nokkrum vanda fyrir okkur íslendinga, sem allra þjóða mest eru háðir erlendum við- skiftum. Það er sýnt að við þurfum að hafa mikla gát á því sem við komum til með að gera. Fyrst og fremst þurfum við að flýta okkur hægt. 203

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.