Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 41
benl á eftirfarandi samtök og blöð. sem heyja
þessa baráttu:
Ajrican National Congress eru samtök þau,
er aðalbaráttuna heyja og er hinn bannaði
Kommúnistaflokkur einnig við hlið þeirra. Að-
alaðsetur A. N. C. er 49 Rathbone Str., London
Wl. Samtökin eru bönnuð í Suður-Afríku.
Þau hófu að gefa út mánaðarrit, SECHABA,
á síðasta ári, málstað sínum til stuðnings. Er
O. R. Tarnbo, varaforseti A. N. C., einn aðal-
hvatamaður þess. Hann er lesendum Réttar
kunnur úr grein um Mandela í 49. árg. hls.
100—104. Allir, sem vilja styðja málstað A.
N. C. ættu að kaupa það og er hægt að gerast
áskrifendur með því að skrifa á ofannefnt
heimilisfang.
The Anli-Apartlieid Movement er víðfeðm
hreyfing, sem vinnur gegn kynþáttapólitík
Suður-Afríku-stjórnar með upplýsingum um
ástandið í þessu fasistaríki o. fl. Aðalaðsetur
hreyfingarinnar í Englandi er: 89 Charlotte
Street, London Wl. Er hreyfing þessi mjög
sterk og víðlæk. Hún gefur út stórt mánaðar-
blað á ensku: Anti-Apart.heid News. Heim-
ilisfang sama og hreyfingarinnar. Kostar 10
shillinga (ca. 70 kr. á ári). Er þetta gott blað
og fjölbreytt, birtir einnig myndir. — Það er
einnig deild úr Anti-Apartheid Movement á
írlandi. Aðalaðsetur þess er: 173 Barton Road
East, Dublin 14. Standa að þeirri deild jafnt
þingmenn úr þjóðernissinnaflokknum þar, ka-
þólskir prestar, kunnir menntamenn og verk-
lýðsleiðtogar. Formaður hreyfingarinnar þar
er Dr. Conor Cruise O’Brian, sem stendur
prófessor í háskóla í New York. Hefur hann
nýlega ritað bækling: „Ireland, the United
Nations and Southern Africa". Kostar hann
] shilling (ca. 15 kr.) og fæst frá aðalaðsetr-
inu í Dublin, er ofan greinir.
World Campaign jor tlie Release of Soutli
African Political Prisoners er hreyfing, sem
einbeitir sér að því að reyna að fá leysta úr
prísund þá pólitísku fanga, sem nú eru í dý-
flissum Suður-Afríku-stjórnar, beittir mis-
þyrmingum og pyntingum. Formaður nefndar-
innar er síra L. John Collins, en ritari er skáld-
ið Dennis Brutus, sem sjálfur var um tíma á
Robben Island, djöflayju fasistastjórnarinn-
ar, þar sem Mandela og Abram Fischer og
fleiri eru. Dennis Brutus mætti fyrir sérnefnd
(Special Committee) Sameinuðu þjóðanna 27.
febrúar 1967 og sagði frá lífi pólitísku fang-
anna í dýflissum Suður-Afríku. Hafði sú
skýrsla hans mikil áhrif. — Aðsetur þessarar
hreyfingar er: 2 Amen Court, London E. C. 4.
Gefur hreyfingin út fjölritaðar skýrslur um
baráttu sína.
Það er vissulega víðfeðma fylking, sem
berst fyrir frelsi þeirra fanga, sem fasistastjórn
Suður-Afríku nú kvelur að hætti Hitlers og
nazista. Þannig gaf Christian Action Publica-
tions Limited nýlega út bækling, er nefnist
„South Africa’s Prisons and the Red Cross
Investigation“. Er það ægileg lýsing á aðbún-
aðinum, sem pólitísku fangarnir sæta. Er þar
m. a. birt skýrsla Rauða krossins og svör
Suður-Afríku-stj órnar.
Þá ber þess að geta að í Svíþjóð gefur Syd-
afrikakommittén í Lundi út: Södra Afrika —
Informationsbulletin. Kemur það út a. m. k.
6 sinnum á ári og kostar 6 sænskar krónur.
(Hvert hefti um 30 síður). í Svíþjóð eru
starfandi allmargar Suður-Afríku-nefndir, m.
a. í Uppsölum og Stokkhólmi. Utanáskrift til
nefndarinnar í Lundi er: Box 707, Lund 7. —
Ritstjórn er hjá Gunnar Persson, Pilegatan 12,
Lund.
íslendingar þurfa vissulega að fara að láta
fasistísku kúgunina í Suður-Afríku meira til
sín taka en hingað til.
Arið 1968 er mannréttindaárið. Á tímabil-
inu frá 21. marz, — þeim degi, er blóðbaðið
var í Sharpeville og þann dag hafa Samein-
uðu þjóðirnar gert að alþjóðadegi gegn þjóð-
flokkakúgun, — og til 26. júní, frelsisdegi fyr-
ir Suður-Afríku, verður baráttan gegn Apart-
heid sérstaklega skipulögð.
221